Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 12:00 Aron Pálmarsson í leik á móti Króötum á EM 2012. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. Íslenska landsliðið hefur nefnilega aldrei tekist að vinna Króatíu á stórmóti (HM, EM, ÓL) og í raun aðeins náð einu jafntefli í fimm leikjum. Króatar hafa unnið fjóra af leikjunum fimm en tvo þeirra þó bara með eins marks mun. Ísland náði heldur aldrei að vinna Júgóslavíu á stórmótum á meðan Króatar voru enn innan Júgóslavíu en íslenska liðið náði þó jafntefli á ÓL 1984 og ÓL 1988. Frá því að Króatar varð sjálfstætt ríki þá hafa þjóðirnar mætt fimm sinnum á stórmótum þar af hafa þrír af leikjunum verið á Evrópumóti. Eina jafntefli íslenska liðsins á móti Króatíu kom á EM í Austurríki 2012 en liðin gerðu þá 26-26 jafntefli í milliriðli keppninnar. Íslensku strákarnir fóru síðan í undanúrslit og unnu að lokum bronsverðlaun en Króatar komust í úrslitaleikinn og fengu silfur. Króatar hafa unnið tvær síðustu viðureignir þjóðanna á stórmóti, 34-31 sigur í leik um fimmta sætið á HM í Svíþjóð 2011 og 31-29 sigur þegar þjóðirnar mættust í riðlakeppni EM í Serbíu 2012. Króatar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins þegar þeir unnu 31-29 sigur fyrir fjórum árum (EM 2012) en íslenska liðið lagaði stöðuna árið áður með því að skora sex af síðustu sjö mörkunum og minnka muninn í eitt mark. Ísland hefur verið yfir í hálfleik á móti Króatíu í síðustu tveimur leikjum, 15-14 yfir 2012 og 16-14 yfir 2012. Það hefur hinsvegar ekki dugað til og báðir leikirnir töpuðust.Leikir Íslands og Króatíu á stórmótumEM 2012 Ísland-Króatía 29-31 Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 8 mörkHM 2011 Ísland-Króatía 33-34 Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 10 mörkEM 2012 Ísland-Króatía 26-26 Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörkEM 2006 Ísland-Króatía 28-29 Markahæstir: Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson 8 mörkÓL 2004 Ísland-Króatía 30-34 Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörk EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna Sú ótrúlega staða gæti komið upp á EM í dag að það myndi gera íslenska liðinu grikk að vinna Króatíu. 19. janúar 2016 10:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. Íslenska landsliðið hefur nefnilega aldrei tekist að vinna Króatíu á stórmóti (HM, EM, ÓL) og í raun aðeins náð einu jafntefli í fimm leikjum. Króatar hafa unnið fjóra af leikjunum fimm en tvo þeirra þó bara með eins marks mun. Ísland náði heldur aldrei að vinna Júgóslavíu á stórmótum á meðan Króatar voru enn innan Júgóslavíu en íslenska liðið náði þó jafntefli á ÓL 1984 og ÓL 1988. Frá því að Króatar varð sjálfstætt ríki þá hafa þjóðirnar mætt fimm sinnum á stórmótum þar af hafa þrír af leikjunum verið á Evrópumóti. Eina jafntefli íslenska liðsins á móti Króatíu kom á EM í Austurríki 2012 en liðin gerðu þá 26-26 jafntefli í milliriðli keppninnar. Íslensku strákarnir fóru síðan í undanúrslit og unnu að lokum bronsverðlaun en Króatar komust í úrslitaleikinn og fengu silfur. Króatar hafa unnið tvær síðustu viðureignir þjóðanna á stórmóti, 34-31 sigur í leik um fimmta sætið á HM í Svíþjóð 2011 og 31-29 sigur þegar þjóðirnar mættust í riðlakeppni EM í Serbíu 2012. Króatar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins þegar þeir unnu 31-29 sigur fyrir fjórum árum (EM 2012) en íslenska liðið lagaði stöðuna árið áður með því að skora sex af síðustu sjö mörkunum og minnka muninn í eitt mark. Ísland hefur verið yfir í hálfleik á móti Króatíu í síðustu tveimur leikjum, 15-14 yfir 2012 og 16-14 yfir 2012. Það hefur hinsvegar ekki dugað til og báðir leikirnir töpuðust.Leikir Íslands og Króatíu á stórmótumEM 2012 Ísland-Króatía 29-31 Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 8 mörkHM 2011 Ísland-Króatía 33-34 Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 10 mörkEM 2012 Ísland-Króatía 26-26 Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörkEM 2006 Ísland-Króatía 28-29 Markahæstir: Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson 8 mörkÓL 2004 Ísland-Króatía 30-34 Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörk
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna Sú ótrúlega staða gæti komið upp á EM í dag að það myndi gera íslenska liðinu grikk að vinna Króatíu. 19. janúar 2016 10:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna Sú ótrúlega staða gæti komið upp á EM í dag að það myndi gera íslenska liðinu grikk að vinna Króatíu. 19. janúar 2016 10:00
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15