Bale átti að leika Enzo á þeim árum sem verst gekk hjá honum í einkalífinu, ekki síst frá árinu 1957 þegar 11 manns dóu í Mille Miglia aksturskeppninni og einn bíla Ferrari átti hlut í slysinu. Þá leit hann illa út og var nokkuð þykkur. Christian Bale er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þríleiknum Dark Knight og myndinni American Psycho.
Heyrst hefur að Robert de Niro sé að undirbúa aðra mynd um Enzo Ferrari og að hún eigi að heita il Commendatore og ættu áhugamenn um bílasport að kætast yfir því að tvær slíkar myndir séu í bígerð.
