Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum Sæunn Gísladóttir skrifar 5. janúar 2016 07:15 Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísir/AFP Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum víðsvegar um heiminn fór ekki vel af stað. Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma. Lokunin er í samræmi við nýjar reglur sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum brugðust í kjölfarið við lækkununum. Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um tvö prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um sem nemur 7.300 milljörðum króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun. Sömu sögu er að segja frá Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent. Fréttastofa BBC segir að eina af ástæðum verðfallsins megi rekja til þess að menn hafi áhyggjur af kínverskum iðnaði eftir að framleiðsluvísitalan var birt. Lækkunin víða um heim virðist ekki hafa haft áhrif á viðskipti í Kauphöll Íslands. Þar nam heildarvelta gærdagsins 9,5 milljörðum, þar af voru 4,2 milljarðar í hlutabréfaviðskiptum. Lítið var um lækkanir, VÍS lækkaði mest, eða um 0,99 prósent í 75 milljóna viðskiptum. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum víðsvegar um heiminn fór ekki vel af stað. Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma. Lokunin er í samræmi við nýjar reglur sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum brugðust í kjölfarið við lækkununum. Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um tvö prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um sem nemur 7.300 milljörðum króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun. Sömu sögu er að segja frá Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent. Fréttastofa BBC segir að eina af ástæðum verðfallsins megi rekja til þess að menn hafi áhyggjur af kínverskum iðnaði eftir að framleiðsluvísitalan var birt. Lækkunin víða um heim virðist ekki hafa haft áhrif á viðskipti í Kauphöll Íslands. Þar nam heildarvelta gærdagsins 9,5 milljörðum, þar af voru 4,2 milljarðar í hlutabréfaviðskiptum. Lítið var um lækkanir, VÍS lækkaði mest, eða um 0,99 prósent í 75 milljóna viðskiptum.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira