Volvo V90 wagon í allri sinni dýrð Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:52 Sterkar og afgerandi línur í afturenda Volvo V90. Teknikens Värld Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Fyrstu myndirnar af Volvo V90 langbaknum streyma nú um síður alnetsins, en þessum myndum var lekið af hollenska miðlinum Teknikens Värld. Áður hafa sést myndir af systurbílnum S90 með hefðbundnu skotti (sedan). Afturendi Volvo V90 wagon vekur eftirtekt fyrir sterkar línur, mikið hallandi afturrúðu og afar stór ljós sem teygja sig lanleiðinina uppí þak bílsins. Volvo V90 wagon er arftaki hins vinsæla V70 bíls sem selst hefur vel í Evrópu, ekki síst í heimalandinu Svíþjóð. Volvo V90 kemur á markað eftir nokkra mánuði og þá af 2017 árgerð. Eitthvað seinna kemur svo að V90 Cross Country, bíls með meiri veghæð, brettaköntum og hlífðarplötum sem hæfa bíl sem fær á að vera að takast á við meiri torfærur. Vélbúnaður V90 verður sá sami og í S90 og XC90 jeppanum, eingöngu fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum, allt að 407 hestöfl með rafmótorum til aðstoðar. Líklegt þykir að Volvo muni sýna þennan nýja V90 wagon bíl á bílasýningunni í Genf í mars.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent