VW Budd-e rafmagnsbíll með 530 km drægi Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 09:24 Volkswagen Budd-e. Autoblog Volkswagen kynnti í gær nýjan rafmagnsbíl á raftækjasýningu í Las Vegas. Hann á að koma á markað árið 2018. Bíllinn heitir Volkswagen Budd-e og er hreinræktaður rafmagnsbíll sem komast á 530 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er svokallaður fjölnotabíll og eins og bitabox (Microbus) í laginu, með sæti fyrir fjóra og með fjórhjóladrifi. Sá rafmagnsbíll Volkswagen sem mestu drægi nær í dag er e-Golf með 190 km drægi, svo nærri lætur að þessi bíll þrefaldi drægið og er það meira en í Tesla Model S. Volkswagen Budd-e er afsprengi tilraunabíls sem Volkswagen kynnti árið 2011 og var nefndur Bulli. Budd-e er byggður á nýjum MEB undirvagni sem ætlaður er fyrir framtíðarrafmagnsbíla Volkswagen samstæðunnar og er þróaður uppúr MQB undirvagninum sem finna má undir mörgum framleiðslubílum Volkswagen nú, t.d. Golf og Tiguan. Rafhlöður Budd-e eru 101 kWh og eru staðsettar í gólfi bílsins og rafmótorar eru á báðum öxlum bílsins. Budd-e er fyrstur margra rafmagnsbíla sem Volkswagen er að smíða í þróunarsetri Volkswagen í Braunschweig í Þýskalandi og vænta má framtíðarbíla fyrirtækisins þaðan. Volkswagen hefur tekið beinu stefnuna í þróun rafmagnsbíla, ekki síst eftir uppgötvun dísilvélasvindslins og stefnir að því að taka forystuna á því sviði. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Volkswagen kynnti í gær nýjan rafmagnsbíl á raftækjasýningu í Las Vegas. Hann á að koma á markað árið 2018. Bíllinn heitir Volkswagen Budd-e og er hreinræktaður rafmagnsbíll sem komast á 530 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn er svokallaður fjölnotabíll og eins og bitabox (Microbus) í laginu, með sæti fyrir fjóra og með fjórhjóladrifi. Sá rafmagnsbíll Volkswagen sem mestu drægi nær í dag er e-Golf með 190 km drægi, svo nærri lætur að þessi bíll þrefaldi drægið og er það meira en í Tesla Model S. Volkswagen Budd-e er afsprengi tilraunabíls sem Volkswagen kynnti árið 2011 og var nefndur Bulli. Budd-e er byggður á nýjum MEB undirvagni sem ætlaður er fyrir framtíðarrafmagnsbíla Volkswagen samstæðunnar og er þróaður uppúr MQB undirvagninum sem finna má undir mörgum framleiðslubílum Volkswagen nú, t.d. Golf og Tiguan. Rafhlöður Budd-e eru 101 kWh og eru staðsettar í gólfi bílsins og rafmótorar eru á báðum öxlum bílsins. Budd-e er fyrstur margra rafmagnsbíla sem Volkswagen er að smíða í þróunarsetri Volkswagen í Braunschweig í Þýskalandi og vænta má framtíðarbíla fyrirtækisins þaðan. Volkswagen hefur tekið beinu stefnuna í þróun rafmagnsbíla, ekki síst eftir uppgötvun dísilvélasvindslins og stefnir að því að taka forystuna á því sviði.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent