BMW vann lúxusbílaslaginn í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 13:31 BMW rétt marði söluslaginn vestra. Þrír lúxusbílaframleiðendur kepptust við það að selja sem flesta bíla í Bandaríkjunum í fyrra og hafði BMW á endanum best. BMW seldi 346.023 bíla, Lexus seldi 344.601 og Mercedes Benz 343.088 bíla. Ekki munaði því nema innan við einu prósenti á sölu BMW og Benz sem var í þriðja sæti. Öll fyrirtækin settu sölumet á einu ári í Bandaríkjunum. Góð sala Lexus er hvað athygliverðust, en sala Lexus jókst um 11% á árinu, en BMW aðeins 1,8%. Fyrir árið 2011 var Lexus söluhæsta lúxusbílamerki í Bandaríkjunum í 11 ár í röð, en þá tók BMW við titlinum og hefur haldið honum síðan, að undanskildu árinu 2013 er Mercedes Benz seldi best þar vestra. Sölukeppnin milli þessara þriggja hefur þó aldrei staðið eins tæpt og nú. Sala bíla í heild í Bandaríkjunum jókst um 5,7% í fyrra, en sala lúxusbíla jókst um 7,7% og taldi alls 2,03 milljón bíla. Allir lúxusbílaframleiðendur juku við sölu sína milli ára, nema Jaguar, en hjá þeim minnkaði salan um 8,3%. Systurmerkið Land Rover seldi hinsvegar heilum 37% betur í fyrra en árið 2014. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Þrír lúxusbílaframleiðendur kepptust við það að selja sem flesta bíla í Bandaríkjunum í fyrra og hafði BMW á endanum best. BMW seldi 346.023 bíla, Lexus seldi 344.601 og Mercedes Benz 343.088 bíla. Ekki munaði því nema innan við einu prósenti á sölu BMW og Benz sem var í þriðja sæti. Öll fyrirtækin settu sölumet á einu ári í Bandaríkjunum. Góð sala Lexus er hvað athygliverðust, en sala Lexus jókst um 11% á árinu, en BMW aðeins 1,8%. Fyrir árið 2011 var Lexus söluhæsta lúxusbílamerki í Bandaríkjunum í 11 ár í röð, en þá tók BMW við titlinum og hefur haldið honum síðan, að undanskildu árinu 2013 er Mercedes Benz seldi best þar vestra. Sölukeppnin milli þessara þriggja hefur þó aldrei staðið eins tæpt og nú. Sala bíla í heild í Bandaríkjunum jókst um 5,7% í fyrra, en sala lúxusbíla jókst um 7,7% og taldi alls 2,03 milljón bíla. Allir lúxusbílaframleiðendur juku við sölu sína milli ára, nema Jaguar, en hjá þeim minnkaði salan um 8,3%. Systurmerkið Land Rover seldi hinsvegar heilum 37% betur í fyrra en árið 2014.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent