Mercedes-Benz GLE 500 e Plug-in Hybrid kemur í vor Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 14:08 Mercedes-Benz GLE 500 e Plug-in Hybrid. Mercedes Benz Mercedes-Benz mun setja á markað hinn nýja GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann á næstunni. Bíllinn er væntanlegur til Ísland snemma í vor. GLE 500 e Plug-In Hybrid verður aflmikill bíll en samt sem áður sparneytinn með afbrigðum. Tengiltvinnaflrásin í bílnum skilar alls 449 hestöflum. CO2 losunin er hins vegar einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri aðeins 3,3 lítrar á hundraðið. Rafmagnsnotkunin er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur GLE 500 e Plug-In Hybrid ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi tvinnbílsins allt að 30 km einungis á raforkunni. Aflrásin samanstendur af 333 hestafla, BlueDIRECT V6 bensínvél með beinni innsprautun og 116 hestafla rafaflrás. Hámarkstog aflkerfisins er 650 Nm. Auk kröftugrar hröðunar með „boost“-aðgerð býður þetta tæknivædda aflkerfi upp á akstur á allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. GLE 500 e Plug-In Hybrid verður að sjálfsögðu í boði með hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifskerfi frá Mercedes-Benz. ,,Við erum mjög spennt að bjóða GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann. Hann kemur í hinni nýju og glæsilegu GLE línu frá Mercedes-Benz. Þetta er í fyrsta skipti sem Mercedes-Benz kemur fram með jeppa með tengiltvinnaflrás. Nú þegar er hægt að panta GLE, GLC og C-Class í Plug-In Hybrid útfærslum hjá Öskju. Mercedes-Benz hefur tilkynnt að framundan séu enn fleiri gerðir bíla á leiðinni í Plug-In Hybrid útfærslum þannig að það eru mjög spennandi tímar framundan," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, hjá Bílaumboðinu Öskju. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent
Mercedes-Benz mun setja á markað hinn nýja GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann á næstunni. Bíllinn er væntanlegur til Ísland snemma í vor. GLE 500 e Plug-In Hybrid verður aflmikill bíll en samt sem áður sparneytinn með afbrigðum. Tengiltvinnaflrásin í bílnum skilar alls 449 hestöflum. CO2 losunin er hins vegar einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri aðeins 3,3 lítrar á hundraðið. Rafmagnsnotkunin er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur GLE 500 e Plug-In Hybrid ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi tvinnbílsins allt að 30 km einungis á raforkunni. Aflrásin samanstendur af 333 hestafla, BlueDIRECT V6 bensínvél með beinni innsprautun og 116 hestafla rafaflrás. Hámarkstog aflkerfisins er 650 Nm. Auk kröftugrar hröðunar með „boost“-aðgerð býður þetta tæknivædda aflkerfi upp á akstur á allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. GLE 500 e Plug-In Hybrid verður að sjálfsögðu í boði með hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifskerfi frá Mercedes-Benz. ,,Við erum mjög spennt að bjóða GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann. Hann kemur í hinni nýju og glæsilegu GLE línu frá Mercedes-Benz. Þetta er í fyrsta skipti sem Mercedes-Benz kemur fram með jeppa með tengiltvinnaflrás. Nú þegar er hægt að panta GLE, GLC og C-Class í Plug-In Hybrid útfærslum hjá Öskju. Mercedes-Benz hefur tilkynnt að framundan séu enn fleiri gerðir bíla á leiðinni í Plug-In Hybrid útfærslum þannig að það eru mjög spennandi tímar framundan," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, hjá Bílaumboðinu Öskju.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent