Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 21:36 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Anton Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“Vörnin ekki spiluð í sundur Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur.Hafa pung til að taka ákvarðanir Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“Vörnin ekki spiluð í sundur Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur.Hafa pung til að taka ákvarðanir Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45