Chevrolet Bolt með 320 km drægi á göturnar í ár Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 13:18 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent