Magna Steyr kaupir Getrag Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 15:08 Höfuðstöðvar Magna Steyr og Mercedes G-Class bíll fyrir utan, en hann er framleiddur hjá Magna. Magna Steyr í Austurríki, sem framleiðir bíla m.a. fyrir Mercedes Benz, BMW, Mini og Jaguar/Land Rover, hefur keypt skiptingaframleiðandann Getrag Group fyrir 244 milljarða króna. Hvorki Magna Steyr né Getrag eru mjög þekkt nöfn í bílaheiminum, en staðreyndin er sú að hjá Magna International, móðurfyrirtæki Magna Steyr, vinna 139.000 manns og hjá Getrag Group vinna 14.000 manns, svo úr verður 153.000 manna fyrirtæki. Það slagar hátt í allan vinnumarkaðinn á Íslandi. Getrag hefur framleitt skiptingar í bíla fyrir BMW, Mercedes Benz, Renault, Volvo, og Ford, svo nokkrir þekktir bílaframleiðendur séu nefndir. Starfsemi Getrag þykir falla vel að Magna Steyr og víst er að afar sterkt fyrirtæki hefur orðið til með kaupunum. Viðskiptavinirnir eru að mörgu leiti þeir sömu og bæði starfa þau í hinum sístækkandi bílabransa. Magna Steyr er einna frægast fyrir að framleiða Mercedes Benz G-Class (Geländerwagen) fyrir Daimler en fyrirtækið framleiðir meira en 200.000 bíla á ári fyrir hin ýmsu bílamerki og hefur til að mynda sérhæft sig í framleiðslu blæjubíla. Höfuðstöðvar Magna Steyr eru í Graz í Austurríki. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Magna Steyr í Austurríki, sem framleiðir bíla m.a. fyrir Mercedes Benz, BMW, Mini og Jaguar/Land Rover, hefur keypt skiptingaframleiðandann Getrag Group fyrir 244 milljarða króna. Hvorki Magna Steyr né Getrag eru mjög þekkt nöfn í bílaheiminum, en staðreyndin er sú að hjá Magna International, móðurfyrirtæki Magna Steyr, vinna 139.000 manns og hjá Getrag Group vinna 14.000 manns, svo úr verður 153.000 manna fyrirtæki. Það slagar hátt í allan vinnumarkaðinn á Íslandi. Getrag hefur framleitt skiptingar í bíla fyrir BMW, Mercedes Benz, Renault, Volvo, og Ford, svo nokkrir þekktir bílaframleiðendur séu nefndir. Starfsemi Getrag þykir falla vel að Magna Steyr og víst er að afar sterkt fyrirtæki hefur orðið til með kaupunum. Viðskiptavinirnir eru að mörgu leiti þeir sömu og bæði starfa þau í hinum sístækkandi bílabransa. Magna Steyr er einna frægast fyrir að framleiða Mercedes Benz G-Class (Geländerwagen) fyrir Daimler en fyrirtækið framleiðir meira en 200.000 bíla á ári fyrir hin ýmsu bílamerki og hefur til að mynda sérhæft sig í framleiðslu blæjubíla. Höfuðstöðvar Magna Steyr eru í Graz í Austurríki.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent