Íslenskan hefur það fínt Pawel Bartoszek skrifar 9. janúar 2016 07:00 Allt frá því að Rasmus Rask spáði ranglega fyrir um dauða íslenskunnar fyrir um 200 árum hefur fátt tryggt mönnum meiri athygli en einmitt slíkir spádómar. Fólk tekur jafnharðan undir og kemur auga á margs konar hættur: þágufallssýkina, dönskusletturnar, kanasjónvarpið eða tölvurnar. Síðan er sagt að við þurfum að gera eitthvað. Strax. Það er nóg af hugmyndum. Sumar þeirra felast í boðum og bönnum. Aðrar ganga út á það að eyða risastórum upphæðum í stór opinber verkefni: eflingu íslenskunáms, lestrarátak eða niðurgreiðslu kostnaðar fyrir einkafyrirtæki. Eitt sinn var eytt umtalsverðum fjármunum í að þýða stýrikerfið Windows 98 yfir á íslensku og lauk þeirri vinnu í þann mund sem næsta útgáfa Windows var að detta í hús. Ég skil ekki fólk sem lætur eins og þessi mál séu í algjörum molum. Viðmótið í símanum mínum er á íslensku. Facebook er á íslensku. Einn vinsælasti leikur heims, Minecraft, er á íslensku. Þessi grein er skrifuð í Google Docs, með íslensku viðmóti og innbyggðri íslenskri stafsetningarorðabók. Vissulega má alltaf biðja um meira en staðreyndin er sú að staðan er einfaldlega miklu betri en hún var fyrir 20 árum. Flest vinnur með íslenskunni í heimi tölvunnar. Hún er rituð frá vinstri til hægri með latnesku letri og ekkert flóknari viðureignar en sænska eða þýska. Það er ekki erfitt eða dýrt að íslenska hugbúnað. Meðalapp inniheldur ekki fleiri orð en meðalkvikmynd. Fólk er margfalt líklegra til að kaupa vöru sem er á þeirra móðurmáli og þess vegna eru forrit þýdd. Einstaka flóknari verkefni mætti ráðast á með styrkjum úr samkeppnissjóðum. En það er engin ástæða til að panikkera. Íslenskan hefur það fínt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Allt frá því að Rasmus Rask spáði ranglega fyrir um dauða íslenskunnar fyrir um 200 árum hefur fátt tryggt mönnum meiri athygli en einmitt slíkir spádómar. Fólk tekur jafnharðan undir og kemur auga á margs konar hættur: þágufallssýkina, dönskusletturnar, kanasjónvarpið eða tölvurnar. Síðan er sagt að við þurfum að gera eitthvað. Strax. Það er nóg af hugmyndum. Sumar þeirra felast í boðum og bönnum. Aðrar ganga út á það að eyða risastórum upphæðum í stór opinber verkefni: eflingu íslenskunáms, lestrarátak eða niðurgreiðslu kostnaðar fyrir einkafyrirtæki. Eitt sinn var eytt umtalsverðum fjármunum í að þýða stýrikerfið Windows 98 yfir á íslensku og lauk þeirri vinnu í þann mund sem næsta útgáfa Windows var að detta í hús. Ég skil ekki fólk sem lætur eins og þessi mál séu í algjörum molum. Viðmótið í símanum mínum er á íslensku. Facebook er á íslensku. Einn vinsælasti leikur heims, Minecraft, er á íslensku. Þessi grein er skrifuð í Google Docs, með íslensku viðmóti og innbyggðri íslenskri stafsetningarorðabók. Vissulega má alltaf biðja um meira en staðreyndin er sú að staðan er einfaldlega miklu betri en hún var fyrir 20 árum. Flest vinnur með íslenskunni í heimi tölvunnar. Hún er rituð frá vinstri til hægri með latnesku letri og ekkert flóknari viðureignar en sænska eða þýska. Það er ekki erfitt eða dýrt að íslenska hugbúnað. Meðalapp inniheldur ekki fleiri orð en meðalkvikmynd. Fólk er margfalt líklegra til að kaupa vöru sem er á þeirra móðurmáli og þess vegna eru forrit þýdd. Einstaka flóknari verkefni mætti ráðast á með styrkjum úr samkeppnissjóðum. En það er engin ástæða til að panikkera. Íslenskan hefur það fínt.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun