Fullorðnumst nú Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Þetta er voða falleg hugsun, en barnaskapur þegar kemur að því að eiga við hinn harða heim.“ Einhverju í þessa veru hafa flestir, ef ekki allir, þeir sem barist hafa fyrir friði í heiminum einhvern tíma þurft að sitja undir. Það þykir afskaplega naívt að trúa því að alltaf sé betra að mæta fólki með góðvild en ofbeldi og enn naívara að trúa því að slík sjónarmið eigi að ráða utanríkisstefnu landa. Í dag eru 70 ár síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hírósíma og myrtu á bilinu 70 til 146 þúsund óbreytta borgara. Þar eru ekki taldir þeir sem létust af sárum sínum, eða af afleiðingum sprenginganna sem síðar komu fram. Þremur dögum síðar, 9. ágúst, bitu Bandaríkjamenn höfuðið af skömminni og vörpuðu annarri kjarnorkusprengju á Nagasakí, en þar myrtu þeir á milli 39 og 80 þúsund óbreytta borgara. Þessar árásir hafa orðið táknmynd um villimennsku í stríði og því er fagnað að þetta séu einu dæmin um notkun kjarnorkuvopna í hernaði. En afa sem er á ferð með dótturdóttur sína er nokk sama hvort það er kjarnorkusprengja eða venjuleg sprengja sem sprengir af honum fótinn og drepur litlu stúlkuna. Það er lítil huggun fyrir móður að sonur hennar hafi nú fallið fyrir byssukúlu en ekki kjarnorkusprengju, þar sem hann var í fótbolta með félögum sínum. Þeir sem vilja að heiminum sé stýrt af hörku verða að horfast í augu við afleiðingar slíkrar hörku. Það er ekkert til sem heitir snjall hernaður, árásir af nákvæmni skurðlæknisins, og það stríð sem drepur ekki sárasaklaust fólk hefur ekki verið háð öldum saman, ef nokkurn tíma. Þeir sem styðja stríð, styðja um leið að lítill drengur fái skot í magann og unglingsstúlka sprengjubrot í höfuðið. Það er ekkert hálfkák þegar kemur að því að varpa hylkjum, sem hönnuð eru til að springa í loft upp, yfir fólk, eða að skjóta málmhlut á tvöföldum hljóðhraða í átt að fólki. Íslendingar guma af því að vera herlaus þjóð. Það er í besta falli hjákátlegt, á meðan landið er aðili að Atlantshafsbandalaginu, bandalagi sem á síðustu árum og áratugum hefur gert fjölmargar árásir á fólk í öðrum löndum, myrt legíó af saklausu fólki, körlum, konum, börnum. Að vera herlaus og friðelskandi þjóð ætti að þýða það að hernaði sé hafnað. Ekki að taka sér þétt stöðu með þeim sem eyða frekar fjármunum í drápstól en velferð þegna sinna. Ríkisstjórnir þessa heims eyða samanlagt 1.776 milljörðum dollara í hermál á hverju ári. Um það bil 240 þúsund milljörðum íslenskra króna. Og það á meðan fólk deyr úr hungri og læknanlegum sjúkdómum. Það er barnalegt. Og að sitja saddur í vel kyntum íslenskum húsum og styðja slíkar aðgerðir er það barnalegasta. Það er ekki barnalegt að vilja frið, að tala fyrir friði, að vera tilbúinn til þess að láta friðarhugsjón ráða öllum ákvörðunum sínum. Samkennd er aldrei barnaleg, hún er mannleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Þetta er voða falleg hugsun, en barnaskapur þegar kemur að því að eiga við hinn harða heim.“ Einhverju í þessa veru hafa flestir, ef ekki allir, þeir sem barist hafa fyrir friði í heiminum einhvern tíma þurft að sitja undir. Það þykir afskaplega naívt að trúa því að alltaf sé betra að mæta fólki með góðvild en ofbeldi og enn naívara að trúa því að slík sjónarmið eigi að ráða utanríkisstefnu landa. Í dag eru 70 ár síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hírósíma og myrtu á bilinu 70 til 146 þúsund óbreytta borgara. Þar eru ekki taldir þeir sem létust af sárum sínum, eða af afleiðingum sprenginganna sem síðar komu fram. Þremur dögum síðar, 9. ágúst, bitu Bandaríkjamenn höfuðið af skömminni og vörpuðu annarri kjarnorkusprengju á Nagasakí, en þar myrtu þeir á milli 39 og 80 þúsund óbreytta borgara. Þessar árásir hafa orðið táknmynd um villimennsku í stríði og því er fagnað að þetta séu einu dæmin um notkun kjarnorkuvopna í hernaði. En afa sem er á ferð með dótturdóttur sína er nokk sama hvort það er kjarnorkusprengja eða venjuleg sprengja sem sprengir af honum fótinn og drepur litlu stúlkuna. Það er lítil huggun fyrir móður að sonur hennar hafi nú fallið fyrir byssukúlu en ekki kjarnorkusprengju, þar sem hann var í fótbolta með félögum sínum. Þeir sem vilja að heiminum sé stýrt af hörku verða að horfast í augu við afleiðingar slíkrar hörku. Það er ekkert til sem heitir snjall hernaður, árásir af nákvæmni skurðlæknisins, og það stríð sem drepur ekki sárasaklaust fólk hefur ekki verið háð öldum saman, ef nokkurn tíma. Þeir sem styðja stríð, styðja um leið að lítill drengur fái skot í magann og unglingsstúlka sprengjubrot í höfuðið. Það er ekkert hálfkák þegar kemur að því að varpa hylkjum, sem hönnuð eru til að springa í loft upp, yfir fólk, eða að skjóta málmhlut á tvöföldum hljóðhraða í átt að fólki. Íslendingar guma af því að vera herlaus þjóð. Það er í besta falli hjákátlegt, á meðan landið er aðili að Atlantshafsbandalaginu, bandalagi sem á síðustu árum og áratugum hefur gert fjölmargar árásir á fólk í öðrum löndum, myrt legíó af saklausu fólki, körlum, konum, börnum. Að vera herlaus og friðelskandi þjóð ætti að þýða það að hernaði sé hafnað. Ekki að taka sér þétt stöðu með þeim sem eyða frekar fjármunum í drápstól en velferð þegna sinna. Ríkisstjórnir þessa heims eyða samanlagt 1.776 milljörðum dollara í hermál á hverju ári. Um það bil 240 þúsund milljörðum íslenskra króna. Og það á meðan fólk deyr úr hungri og læknanlegum sjúkdómum. Það er barnalegt. Og að sitja saddur í vel kyntum íslenskum húsum og styðja slíkar aðgerðir er það barnalegasta. Það er ekki barnalegt að vilja frið, að tala fyrir friði, að vera tilbúinn til þess að láta friðarhugsjón ráða öllum ákvörðunum sínum. Samkennd er aldrei barnaleg, hún er mannleg.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun