Tekjur Disney stóðust ekki væntingar jón hákon halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:45 Rekstur skemmtigarða í París og Hong Kong gekk ekki eins vel og gert hafði verið ráð fyrir. Nordicphotos/afp rekstur Tekjur bandaríska afþreyingarrisans Disney á öðrum fjórðungi ársins jukust um 5 prósent milli ára. Í fyrsta sinn í tvö ár eru þær hins vegar minni en búist var við. Sérfræðingar höfðu búist við því að tekjur fyrirtækisins yrðu 13,2 milljarðar dala (1.770 milljarðar króna) en raunin varð 100 milljónum dala minna. Rekstrarhagnaður (EBIT) minnkaði í Disney-skemmtigörðum utan Norður-Ameríku. Ástæðan er mikill rekstrarkostnaður í Disneygörðunum í París og Hong Kong. Þá fækkaði heimsóknum í garðinn í Hong Kong. BBC-fréttastofan hefur eftir Christine McCarthy, aðalfjármálastjóra Disney, að veikari evra hafi orðið til þess að tekjur í garðinum í París hafi minnkað um 100 milljónir dala. Heilt yfir jókst rekstrarhagnaður í skemmtigörðum hins vegar um 9 prósent og nam 922 milljónum dala. Tekjur af starfsemi þeirra jukust um 4 prósent og námu 4,1 milljarði dala. Hagnaður af fjölmiðlastarfsemi jókst um 4 prósent og nam 2,38 milljörðum dala. Undir þann hluta heyra meðal annars ESPN-stöðin, Disney-stöðvarnar og ABC-sjónvarpsstöðin. Bob Iger, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri, segir við BBC að ánægja sé með fjórðunginn. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
rekstur Tekjur bandaríska afþreyingarrisans Disney á öðrum fjórðungi ársins jukust um 5 prósent milli ára. Í fyrsta sinn í tvö ár eru þær hins vegar minni en búist var við. Sérfræðingar höfðu búist við því að tekjur fyrirtækisins yrðu 13,2 milljarðar dala (1.770 milljarðar króna) en raunin varð 100 milljónum dala minna. Rekstrarhagnaður (EBIT) minnkaði í Disney-skemmtigörðum utan Norður-Ameríku. Ástæðan er mikill rekstrarkostnaður í Disneygörðunum í París og Hong Kong. Þá fækkaði heimsóknum í garðinn í Hong Kong. BBC-fréttastofan hefur eftir Christine McCarthy, aðalfjármálastjóra Disney, að veikari evra hafi orðið til þess að tekjur í garðinum í París hafi minnkað um 100 milljónir dala. Heilt yfir jókst rekstrarhagnaður í skemmtigörðum hins vegar um 9 prósent og nam 922 milljónum dala. Tekjur af starfsemi þeirra jukust um 4 prósent og námu 4,1 milljarði dala. Hagnaður af fjölmiðlastarfsemi jókst um 4 prósent og nam 2,38 milljörðum dala. Undir þann hluta heyra meðal annars ESPN-stöðin, Disney-stöðvarnar og ABC-sjónvarpsstöðin. Bob Iger, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri, segir við BBC að ánægja sé með fjórðunginn.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira