Loftárásir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. júlí 2015 07:00 Þann 9. mars síðastliðinn sendi Gunnlaugur M. Sigmundsson bréf til fulltrúa Reykjavíkurborgar með valdsmannslegum fyrirspurnum og umkvörtunum yfir því að dagskrárriti Borgarbókasafns skyldi dreift með blaðinu Reykjavík, sem væri gefið út af stuðningsmönnum Samfylkingar og VG. Ámundi Ámundason var að vísu á sinni tíð kunnur krati en ætli hann sé ekki ennþá í Alþýðuflokknum sáluga? Gunnlaugur er að minnsta kosti kunnur úr flokkapólitíkinni; fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins sem eignaðist fyrirtækið Kögun á sínum tíma; hann er líka faðir núverandi forsætisráðherra. Og nú hefur það gerst að fyrirtækið Vefpressan, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, fjölmiðlarekanda Framsóknarflokksins, hefur keypt þetta blað sem var Gunnlaugi slíkur þyrnir í augum. Fríblöðin hans Ámunda hafa reyndar sum verið býsna pólitísk, andvíg stjórnarflokkunum og fjármagnsöflunum og alveg hægt að vera ósammála þeim. Flest erum við hins vegar þannig gerð að þegar við lesum eitthvað sem við erum ósammála finnum við kannski rök á móti, skrifum jafnvel grein – en látum ógert að kaupa fjölmiðilinn til að þagga niður í viðkomandi rödd. Síðast þegar Björn Ingi keypti fjölmiðil var það DV, sem þá var mjög afdráttarlaust stjórnarandstöðublað. Yfir blaðið var settur gamall hlaupasnati Framsóknarflokksins, Eggert Skúlason, og honum við hlið Kolbrún Bergþórsdóttir, manneskja með gott orð á sér. Ekki leið á löngu áður en blaðinu var dreift í hvert hús með viðhafnarviðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem áreiðanlega lætur ekki oftar henda sig að tala við einhvern annan en jábróður eftir viðtalið fræga við Gísla Martein. Viðtalið var ekki síst „um allar árásirnar“. Ef svo heldur fram sem horfir eru litlar líkur á öðru en að hann geti mætt eftirleiðis í viðtal hjá fjölmiðli í eigu Björns Inga Hrafnssonar.Margir valkostir Þegar Bingi hyggur næst á Framsóknarherferð á hann ýmsa möguleika: Hann getur birt viðhafnarviðtal við Sigmund Davíð í blaðinu Reykjavík „um allar árásirnar“ og dreift í hvert hús – eða sjónvarpsþætti sínum á Stöð 2. Hann getur svo skrifað frétt á Eyjuna um það helsta sem ber á góma í þessu viðtali – „allar árásirnar“. Að því búnu getur hann skrifað aðra frétt á Pressuna um eitthvað viðkunnanlegt og manneskjulegt sem kemur fram í viðtalinu. Hann getur næst skrifað dálk sem lítur út eins og þar tali almannarómur: Orðið á götunni eða Kaffistofuna þar sem rætt er um að mál manna sé að fréttin á Eyjunni um viðtalið við SDG í Reykjavík mælist afskaplega vel fyrir meðal almennings. Hann getur í framhaldinu skrifað Sandkornsdálk í DV um að frétt Pressunnar um frétt Eyjunnar um hið skörulega viðtal við SDG „um allar árásirnar“ hafi skotið andstæðingum ráðherrans skelk í bringu. Þá er hægt að skrifa leiðara í DV í framhaldi af því og „allar árásirnar“ sem forsætisráðherra má sæta í kjölfar hins athyglisverða viðtals. Þeim leiðara má svo hrósa í dálki í blaðinu Hafnarfjörður, eða Vestfirðir – eða hvað þau heita Fótsporsblöðin hans Áma sem nú hverfa í núverandi mynd – og loks er hægt að birta annað viðhafnarviðtal í blaðinu Akureyri, og bera í hvert hús, þar sem Sigmundur Davíð ræðir „um allar árásirnar“ og baráttu sína fyrir hagsmunamálum Akureyringa á borð við flutning Fiskistofu norður. Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings.Ráðgjafi lýðsins Það er lífsafstaða í sjálfu sér að starfa við að segja og skrifa fréttir. Fjölmiðlafólk á helst ekki að hafa fullmótaðar skoðanir á nokkrum hlut og alls ekki einstrengingslegar. Það þarf hins vegar að vera tortryggið og forvitið um sannleikann og vilja bera honum vitni. Í flokkapólitík verður það að vera pólitísk viðrini. Það mætti gjarnan hafa svona þrjúhundruð og áttatíu ólíkar lífsskoðanir þar sem eitt rekur sig á annars horn, því að sannleikurinn er alltaf fullur af mótsögnum. Það má líka hafa réttlætiskennd til að bera og samlíðan með mönnunum því að of marga eineltisúlfa höfum við séð sveipa sig sannleikshempu blaðamennskunnar; það þarf að vera knúið áfram af hugsjón og þjónustulund við lesendur og hlustendur – en það má aldrei ganga í þjónustu fjármagnsafla, stórbokka, flokkapólitíkusa, valdsmanna, eða trúfélaga. Fjölmiðlafólk á ekki að aðhyllast neitt sem tekur endingunni -ismi. Jón Ólafsson var eitt sinn ritstjóri blaðs sem hét Reykjavík. Hann skrifaði árið 1870 í blaðið sitt Baldur – og var átján ára gamall – að það væri ekki „skylda blaðamanns að fylgja áliti almennings“ heldur ætti blaðamaðurinn að vera „ráðgjafi lýðsins“. Þetta er ágæt skilgreining: að fjölmiðlarnir líti á starf sitt sem óvilhalla ráðgjöf og upplýsingagjöf sem hjálpi lesendum við að mynda sér eigin skoðanir. Það er göfug iðja. Nú er svo komið að Sigmundi Davíð má ekki vera illa við fjölmiðil án þess að Björn Ingi hlaupi til og kaupi hann – væntanlega með fjármögnun MP-banka. Almannaheill er í húfi að strax linni loftárásum þeirra félaga á íslenska fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Þann 9. mars síðastliðinn sendi Gunnlaugur M. Sigmundsson bréf til fulltrúa Reykjavíkurborgar með valdsmannslegum fyrirspurnum og umkvörtunum yfir því að dagskrárriti Borgarbókasafns skyldi dreift með blaðinu Reykjavík, sem væri gefið út af stuðningsmönnum Samfylkingar og VG. Ámundi Ámundason var að vísu á sinni tíð kunnur krati en ætli hann sé ekki ennþá í Alþýðuflokknum sáluga? Gunnlaugur er að minnsta kosti kunnur úr flokkapólitíkinni; fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins sem eignaðist fyrirtækið Kögun á sínum tíma; hann er líka faðir núverandi forsætisráðherra. Og nú hefur það gerst að fyrirtækið Vefpressan, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, fjölmiðlarekanda Framsóknarflokksins, hefur keypt þetta blað sem var Gunnlaugi slíkur þyrnir í augum. Fríblöðin hans Ámunda hafa reyndar sum verið býsna pólitísk, andvíg stjórnarflokkunum og fjármagnsöflunum og alveg hægt að vera ósammála þeim. Flest erum við hins vegar þannig gerð að þegar við lesum eitthvað sem við erum ósammála finnum við kannski rök á móti, skrifum jafnvel grein – en látum ógert að kaupa fjölmiðilinn til að þagga niður í viðkomandi rödd. Síðast þegar Björn Ingi keypti fjölmiðil var það DV, sem þá var mjög afdráttarlaust stjórnarandstöðublað. Yfir blaðið var settur gamall hlaupasnati Framsóknarflokksins, Eggert Skúlason, og honum við hlið Kolbrún Bergþórsdóttir, manneskja með gott orð á sér. Ekki leið á löngu áður en blaðinu var dreift í hvert hús með viðhafnarviðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem áreiðanlega lætur ekki oftar henda sig að tala við einhvern annan en jábróður eftir viðtalið fræga við Gísla Martein. Viðtalið var ekki síst „um allar árásirnar“. Ef svo heldur fram sem horfir eru litlar líkur á öðru en að hann geti mætt eftirleiðis í viðtal hjá fjölmiðli í eigu Björns Inga Hrafnssonar.Margir valkostir Þegar Bingi hyggur næst á Framsóknarherferð á hann ýmsa möguleika: Hann getur birt viðhafnarviðtal við Sigmund Davíð í blaðinu Reykjavík „um allar árásirnar“ og dreift í hvert hús – eða sjónvarpsþætti sínum á Stöð 2. Hann getur svo skrifað frétt á Eyjuna um það helsta sem ber á góma í þessu viðtali – „allar árásirnar“. Að því búnu getur hann skrifað aðra frétt á Pressuna um eitthvað viðkunnanlegt og manneskjulegt sem kemur fram í viðtalinu. Hann getur næst skrifað dálk sem lítur út eins og þar tali almannarómur: Orðið á götunni eða Kaffistofuna þar sem rætt er um að mál manna sé að fréttin á Eyjunni um viðtalið við SDG í Reykjavík mælist afskaplega vel fyrir meðal almennings. Hann getur í framhaldinu skrifað Sandkornsdálk í DV um að frétt Pressunnar um frétt Eyjunnar um hið skörulega viðtal við SDG „um allar árásirnar“ hafi skotið andstæðingum ráðherrans skelk í bringu. Þá er hægt að skrifa leiðara í DV í framhaldi af því og „allar árásirnar“ sem forsætisráðherra má sæta í kjölfar hins athyglisverða viðtals. Þeim leiðara má svo hrósa í dálki í blaðinu Hafnarfjörður, eða Vestfirðir – eða hvað þau heita Fótsporsblöðin hans Áma sem nú hverfa í núverandi mynd – og loks er hægt að birta annað viðhafnarviðtal í blaðinu Akureyri, og bera í hvert hús, þar sem Sigmundur Davíð ræðir „um allar árásirnar“ og baráttu sína fyrir hagsmunamálum Akureyringa á borð við flutning Fiskistofu norður. Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings.Ráðgjafi lýðsins Það er lífsafstaða í sjálfu sér að starfa við að segja og skrifa fréttir. Fjölmiðlafólk á helst ekki að hafa fullmótaðar skoðanir á nokkrum hlut og alls ekki einstrengingslegar. Það þarf hins vegar að vera tortryggið og forvitið um sannleikann og vilja bera honum vitni. Í flokkapólitík verður það að vera pólitísk viðrini. Það mætti gjarnan hafa svona þrjúhundruð og áttatíu ólíkar lífsskoðanir þar sem eitt rekur sig á annars horn, því að sannleikurinn er alltaf fullur af mótsögnum. Það má líka hafa réttlætiskennd til að bera og samlíðan með mönnunum því að of marga eineltisúlfa höfum við séð sveipa sig sannleikshempu blaðamennskunnar; það þarf að vera knúið áfram af hugsjón og þjónustulund við lesendur og hlustendur – en það má aldrei ganga í þjónustu fjármagnsafla, stórbokka, flokkapólitíkusa, valdsmanna, eða trúfélaga. Fjölmiðlafólk á ekki að aðhyllast neitt sem tekur endingunni -ismi. Jón Ólafsson var eitt sinn ritstjóri blaðs sem hét Reykjavík. Hann skrifaði árið 1870 í blaðið sitt Baldur – og var átján ára gamall – að það væri ekki „skylda blaðamanns að fylgja áliti almennings“ heldur ætti blaðamaðurinn að vera „ráðgjafi lýðsins“. Þetta er ágæt skilgreining: að fjölmiðlarnir líti á starf sitt sem óvilhalla ráðgjöf og upplýsingagjöf sem hjálpi lesendum við að mynda sér eigin skoðanir. Það er göfug iðja. Nú er svo komið að Sigmundi Davíð má ekki vera illa við fjölmiðil án þess að Björn Ingi hlaupi til og kaupi hann – væntanlega með fjármögnun MP-banka. Almannaheill er í húfi að strax linni loftárásum þeirra félaga á íslenska fjölmiðla.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun