Samningaviðræður Grikkja við lánardrottna hefjast í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Fjöldi Grikkja flæddi út á stræti borga landsins til að mótmæla nýja lagapakkanum. Mikill hiti var í mótmælendum í Aþenu sem köstuðu meðal annars eldsprengjum. nordicphotos/afp Formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland hefjast í dag milli Grikkja og lánardrottna þeirra eftir að gríska þingið samþykkti lagapakka til að greiða fyrir viðræðunum. Lagapakkinn sem um ræðir inniheldur meðal annars afnám ríkisábyrgðar á viðskiptabönkum og breytingar á dómskerfinu. Grikkir hafa nú að mestu uppfyllt þær forsendur sem ríki evrusvæðisins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins settu fyrir 86 milljarða evru neyðaraðstoð sem komist var að óformlegu samkomulagi um fyrr í mánuðinum. „Við höfum valið leið sem neyðir okkur til að fylgja áætlun sem við trúum ekki að geri gagn en við verðum að gera það því aðrir valkostir eru of erfiðir,“ sagði forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras sem þurfti að treysta á atkvæði stjórnarandstöðuflokka til að koma lagapakkanum í gegnum þingið þar sem 36 þingmenn úr flokki hans, Syriza, kusu á móti.Alexis Tsiprasnordicphotos/AFpGríska ríkisstjórnin vill ljúka viðræðum bráðlega og samþykkja samninginn á gríska þinginu fyrir 20. ágúst næstkomandi. Þann dag eiga Grikkir að greiða 3,4 milljarða evra afborgun af láni frá Seðlabanka Evrópu. Fjölmiðlar víða um heim hafa velt fyrir sér möguleikanum á að kjósa nýtt þing vegna óeiningar innan flokks Tsipras. Kosningarnar myndu fara fram eftir að samningurinn færi í gegn um þingið.Stjórnarandstaðan í landinu hefur lýst sig andsnúna þeirri hugmynd. Stjórnmálaskýrendum þykir þó líklegt að Tsipras kalli til kosninga til að stokka upp í eigin flokki. Tsipras nýtur sjálfur mikils trausts grísku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Grikkland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland hefjast í dag milli Grikkja og lánardrottna þeirra eftir að gríska þingið samþykkti lagapakka til að greiða fyrir viðræðunum. Lagapakkinn sem um ræðir inniheldur meðal annars afnám ríkisábyrgðar á viðskiptabönkum og breytingar á dómskerfinu. Grikkir hafa nú að mestu uppfyllt þær forsendur sem ríki evrusvæðisins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins settu fyrir 86 milljarða evru neyðaraðstoð sem komist var að óformlegu samkomulagi um fyrr í mánuðinum. „Við höfum valið leið sem neyðir okkur til að fylgja áætlun sem við trúum ekki að geri gagn en við verðum að gera það því aðrir valkostir eru of erfiðir,“ sagði forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras sem þurfti að treysta á atkvæði stjórnarandstöðuflokka til að koma lagapakkanum í gegnum þingið þar sem 36 þingmenn úr flokki hans, Syriza, kusu á móti.Alexis Tsiprasnordicphotos/AFpGríska ríkisstjórnin vill ljúka viðræðum bráðlega og samþykkja samninginn á gríska þinginu fyrir 20. ágúst næstkomandi. Þann dag eiga Grikkir að greiða 3,4 milljarða evra afborgun af láni frá Seðlabanka Evrópu. Fjölmiðlar víða um heim hafa velt fyrir sér möguleikanum á að kjósa nýtt þing vegna óeiningar innan flokks Tsipras. Kosningarnar myndu fara fram eftir að samningurinn færi í gegn um þingið.Stjórnarandstaðan í landinu hefur lýst sig andsnúna þeirri hugmynd. Stjórnmálaskýrendum þykir þó líklegt að Tsipras kalli til kosninga til að stokka upp í eigin flokki. Tsipras nýtur sjálfur mikils trausts grísku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.
Grikkland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira