Bara eitt í viðbót um flugvöllinn Bergur Ebbi skrifar 11. júlí 2015 07:00 Ég veit ekki hvort það sé fræðilega mögulegt að koma með ferskan flöt á umræðuna um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en ég skal svo sannarlega reyna. Ég sé í alvöru ekkert nema kosti sama hvar flugvöllurinn er. Að hafa hann í Vatnsmýrinni er frábært. Maður getur slakað á í baði heima hjá sér þar til 20 mínútum fyrir flugtak. Auk þess er mjög flott retró stemning í Vatnsmýrinni. Að mæta timbraður með gamla leður-ferðatösku frá afa sínum og tékka sig inn í flug er soldið eins og maður sé Baddi í Djöflaeyjunni á leið í einhvern óhroða. Á hinn bóginn sé ég einnig kosti við aðrar staðsetningar. Keflavík er náttúrulega svalasti bær landsins og snertiflötur flestra erlendra ferðamanna við Ísland og auk þess í stuttri akstursfjarlægð frá Reykjavík. Vandamálið eins og ég sé það er því ekki staðsetningin sem slík heldur sú staðreynd að helmingur þjóðarinnar verður hundfúll þegar minnst er á orðið „flugvöllur“. Það finnst mér synd því ég veit fátt betra en flugvelli. Það besta við flugvelli er reyndar eitthvað sem Reykjavíkurflugvöllur hefur ekki. Fríhöfnin! Það er ekki til meira frelsandi tilfinning í veröldinni en að mæta eldsnemma í Leifsstöð og ryðja toblerónum og iPhone-hulstrum ofan í körfuna, sniffa af nokkrum ilmvötnum og prófa sólgleraugu. Á flugvöllum er maður mikilvægur, svo samfélagslega hátt skrifaður að maður hefur engar skyldur – skattfrjáls, duty free. Að segjast hata flugvelli er bara hógvært mont eða lífsleiði á háu stigi. Uppástunga mín er mjög einföld. Sama hvar flugvöllurinn verður eftir 30 ár er ljóst að helmingur þjóðarinnar verður fúll yfir niðurstöðunni. Til að bjóða upp á sátt í málinu hvet ég íslenska ríkið til að hafa a.m.k. góða fríhöfn á vellinum. Bara breyta lögunum og leyfa fólki að kjamsa á skattfrjálsu Werthers Original í vélunum og helst leyfa reykingar líka. Fyrir friðinn. Amen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Ég veit ekki hvort það sé fræðilega mögulegt að koma með ferskan flöt á umræðuna um flugvöllinn í Vatnsmýrinni en ég skal svo sannarlega reyna. Ég sé í alvöru ekkert nema kosti sama hvar flugvöllurinn er. Að hafa hann í Vatnsmýrinni er frábært. Maður getur slakað á í baði heima hjá sér þar til 20 mínútum fyrir flugtak. Auk þess er mjög flott retró stemning í Vatnsmýrinni. Að mæta timbraður með gamla leður-ferðatösku frá afa sínum og tékka sig inn í flug er soldið eins og maður sé Baddi í Djöflaeyjunni á leið í einhvern óhroða. Á hinn bóginn sé ég einnig kosti við aðrar staðsetningar. Keflavík er náttúrulega svalasti bær landsins og snertiflötur flestra erlendra ferðamanna við Ísland og auk þess í stuttri akstursfjarlægð frá Reykjavík. Vandamálið eins og ég sé það er því ekki staðsetningin sem slík heldur sú staðreynd að helmingur þjóðarinnar verður hundfúll þegar minnst er á orðið „flugvöllur“. Það finnst mér synd því ég veit fátt betra en flugvelli. Það besta við flugvelli er reyndar eitthvað sem Reykjavíkurflugvöllur hefur ekki. Fríhöfnin! Það er ekki til meira frelsandi tilfinning í veröldinni en að mæta eldsnemma í Leifsstöð og ryðja toblerónum og iPhone-hulstrum ofan í körfuna, sniffa af nokkrum ilmvötnum og prófa sólgleraugu. Á flugvöllum er maður mikilvægur, svo samfélagslega hátt skrifaður að maður hefur engar skyldur – skattfrjáls, duty free. Að segjast hata flugvelli er bara hógvært mont eða lífsleiði á háu stigi. Uppástunga mín er mjög einföld. Sama hvar flugvöllurinn verður eftir 30 ár er ljóst að helmingur þjóðarinnar verður fúll yfir niðurstöðunni. Til að bjóða upp á sátt í málinu hvet ég íslenska ríkið til að hafa a.m.k. góða fríhöfn á vellinum. Bara breyta lögunum og leyfa fólki að kjamsa á skattfrjálsu Werthers Original í vélunum og helst leyfa reykingar líka. Fyrir friðinn. Amen.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun