Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2015 08:00 Yanis Varoufakis yfirgaf gríska fjármálaráðuneytið eftir afsögn sína í gær á mótorhjóli með eiginkonu sinni Danae Stratou. Nordichpotos/AFP Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna. Grikkland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna.
Grikkland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira