Að skapa sér nafn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. júní 2015 07:00 Á Íslandi virðist það litlum vandkvæðum bundið að skipta um kennitölu, ekki síst þegar kemur að skuldadögum, en þrautin þyngri að breyta um nafn. Ætti þetta ekki að vera öfugt?Fingrafar í stjórnsýslunni Við getum skilið að viss festa þurfi að ríkja í samskiptum einstaklinganna við hið opinbera. Við þurfum að hafa okkar fingrafar í stjórnsýslunni, það þarf að vera hægt að finna okkur – en er ekki kennitölukerfið til þess? Hvers vegna í ósköpunum fá menn annars að skipta um kennitölu í því skyni að hlaupast undan skuldum sínum og skyldum? Hvar í veröldinni er jafn frjálsleg löggjöf um eignarhaldsfélög og hér eða beitt jafn markvisst af óreiðumönnum til að hlunnfara annað fólk og samfélagið? Ætti kennitalan ekki að vera óbreytanleg um aldur og ævi þegar hún er einu sinni komin á skrá hjá hinu opinbera? Við leggjum ekki mikið upp úr kennitölunni, svona til að tjá okkur. Ætli það séu aðrir en alvíruðustu kabbalistar sem myndu vilja tjá sig og persónu sína með kennitölunni – og engin sjáanleg ástæða til að vilja hrófla við henni, nema þá sú að skilja annað fólk eftir í einhverri vondri súpu. Við höfum fylgst með stríði Jóns Gnarr við Þjóðskrá þar sem þessi einstaklingur hefur barist fyrir því að hið opinbera fallist á að hann sé skráður undir sínu þjóðþekkta nafni. Árið 2005 fékk hann nafnið Gnarr viðurkennt sem millinafn og er skráður þannig í Þjóðskrá. Nú vill hann fella niður föðurnafnið en Þjóðskrá situr við sinn keip. Deilan virðist snúast um það hvort hið opinbera eigi að standa vörð um þá aldalöngu hefð hér á landi að börn skuli kennd við föður eða móður, en ekki hafa fast ættarnafn eins og tíðkast víða – og KSÍ virðist halda að tíðkist hér, eins og sést á nöfnum leikmanna landsliðanna á bolunum þar sem Sigurvinsson og Sigursteinsdottir teygja sig yfir bakið á keppendum í stað þess að þar standi einfaldlega Ása eða Andri. Stendur þetta kerfi og fellur með því hvort Jón Gnarr fái skráð í gluggapóstinn sinn það nafn sem hann og þjóðin öll notar? Það er nú það. Ég man eftir því þegar Þorgeir Þorgeirson – með einu essi – afnam annað essið sitt í kjölfar þess að nokkur ljóð eftir alnafna hans, lækni á Akureyri, höfðu birst í Tímariti Máls og menningar og fólk fór að hrósa Þorgeiri fyrra fyrir ljóðin, honum til nokkurrar skapraunar. Á endanum held ég að það hafi verið Davíð Oddsson þáverandi Hagstofuráðherra, sem lét undan þrákelkni Þorgeirs í þessu máli, enda var Davíð á þeim árum oft skilningsríkari á dynti vinstri sinnaðra skálda en margur stjórnmálamaðurinn á vinstri kanti, en sagan segir að skriffinnarnir hjá Þjóðskránni hafi náð að hefna sín þegar Þorgeiri var sendur úrskurðurinn um að hann fengi að vera skráður með einu essi: þá var nafnið utan á umslagið skrifað með tveimur essum. Hefur þetta orðið regla síðan? Að menn skrifi föðurnöfn sín með einu essi? Reyndar ekki. Þetta var undantekningartilvik og undantekningin gerð fyrir mann sem var lofsverð undantekning í mannlegu samfélagi.Frá hinu opinbera… Barátta Jóns Gnarr fyrir viðurkenningu hins opinbera á nafni sínu minnir raunar á baráttu annars undantekningarmanns – Helga Hóseassonar, sem löngum stóð á Langholtsveginum eins og upphrópunarmerki í samfélaginu, og vildi rifta sjálfum skírnarsáttmálanum, og fá það skráð í Þjóðskrá en fékk ævinlega þau svör frá hinu opinbera að það væri ekki hægt. Þegar slíkur sáttmáli hefði einu sinni verið gerður væri ekki hægt að afgera hann. Þessi guðfræðilega dispútasía sérlundaðs trésmiðs og Þjóðkirkjunnar stóð árum saman og fór sjálfsagt fyrir ofan garð og neðan hjá okkur flestum sem ekki berum skynbragð á þessa hluti – en viðbrögð hins opinbera við málaleitunum Jóns Gnarr eru dálítið svipuð viðbrögðum Þjóðkirkjunnar, varnarhættir og veggjasmíði: nei, það er ekki hægt, nei, við erum ekki vön að hafa þetta svona, nei það gengur ekki – nei. Látið er eins og upphafleg nafngift sé svo endanleg og klöppuð í stein að vonlaust sé með öllu að verða við málaleitan um að breyta henni. En þetta er bara nafn. Þetta ætti ekki að vera stórmál nema fyrir þann sem ber nafnið. Og í tilviki Jóns Gnarr: Hann hefur skapað sér nafn. Og á skilið að fá viðurkenningu samfélagsins fyrir það. Það er ekki hagsmunamál samfélagsins að hann eigi að vera skráður í Þjóðskrá með nafni sem hann telur ekki sitt nafn. Og almennt talað um nafngiftir: ef við treystum fólki fyrir börnum á annað borð, til að ala þau upp, næra þau og klæða og koma þeim til manns, þá hljótum við að treysta þeim líka til þessa að gefa þessum börnum nafn. En þá þarf fólk líka að muna að þegar maður gefur barni nafn er maður ekki að tjá sig heldur er maður að tjá það. Nafngiftir eru ekki heppilegur farvegur fyrir fólk að fá útrás fyrir listræna drauma; nema þá eigin nafngiftir. Kannski er kominn tími til að hætta að líta á nafngiftir sem úrlausnarefni fyrir málfræðinga. Afstyrmileg nöfn ættu frekar að koma til kasta barnaverndaryfirvalda en að einblínt sé á það hvort þau samræmist íslenskum beygingareglum og „nafnavenjum“. En þegar gosarnir mæta til að skipta um kennitölu og stofna nýtt eignarhaldsfélag utan um svonefndar eignir en láta fyrra félagið gossa með sínum skuldunautum – þá má gjarnan taka á móti þeim einhver „computer-says-no“-þvergirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Á Íslandi virðist það litlum vandkvæðum bundið að skipta um kennitölu, ekki síst þegar kemur að skuldadögum, en þrautin þyngri að breyta um nafn. Ætti þetta ekki að vera öfugt?Fingrafar í stjórnsýslunni Við getum skilið að viss festa þurfi að ríkja í samskiptum einstaklinganna við hið opinbera. Við þurfum að hafa okkar fingrafar í stjórnsýslunni, það þarf að vera hægt að finna okkur – en er ekki kennitölukerfið til þess? Hvers vegna í ósköpunum fá menn annars að skipta um kennitölu í því skyni að hlaupast undan skuldum sínum og skyldum? Hvar í veröldinni er jafn frjálsleg löggjöf um eignarhaldsfélög og hér eða beitt jafn markvisst af óreiðumönnum til að hlunnfara annað fólk og samfélagið? Ætti kennitalan ekki að vera óbreytanleg um aldur og ævi þegar hún er einu sinni komin á skrá hjá hinu opinbera? Við leggjum ekki mikið upp úr kennitölunni, svona til að tjá okkur. Ætli það séu aðrir en alvíruðustu kabbalistar sem myndu vilja tjá sig og persónu sína með kennitölunni – og engin sjáanleg ástæða til að vilja hrófla við henni, nema þá sú að skilja annað fólk eftir í einhverri vondri súpu. Við höfum fylgst með stríði Jóns Gnarr við Þjóðskrá þar sem þessi einstaklingur hefur barist fyrir því að hið opinbera fallist á að hann sé skráður undir sínu þjóðþekkta nafni. Árið 2005 fékk hann nafnið Gnarr viðurkennt sem millinafn og er skráður þannig í Þjóðskrá. Nú vill hann fella niður föðurnafnið en Þjóðskrá situr við sinn keip. Deilan virðist snúast um það hvort hið opinbera eigi að standa vörð um þá aldalöngu hefð hér á landi að börn skuli kennd við föður eða móður, en ekki hafa fast ættarnafn eins og tíðkast víða – og KSÍ virðist halda að tíðkist hér, eins og sést á nöfnum leikmanna landsliðanna á bolunum þar sem Sigurvinsson og Sigursteinsdottir teygja sig yfir bakið á keppendum í stað þess að þar standi einfaldlega Ása eða Andri. Stendur þetta kerfi og fellur með því hvort Jón Gnarr fái skráð í gluggapóstinn sinn það nafn sem hann og þjóðin öll notar? Það er nú það. Ég man eftir því þegar Þorgeir Þorgeirson – með einu essi – afnam annað essið sitt í kjölfar þess að nokkur ljóð eftir alnafna hans, lækni á Akureyri, höfðu birst í Tímariti Máls og menningar og fólk fór að hrósa Þorgeiri fyrra fyrir ljóðin, honum til nokkurrar skapraunar. Á endanum held ég að það hafi verið Davíð Oddsson þáverandi Hagstofuráðherra, sem lét undan þrákelkni Þorgeirs í þessu máli, enda var Davíð á þeim árum oft skilningsríkari á dynti vinstri sinnaðra skálda en margur stjórnmálamaðurinn á vinstri kanti, en sagan segir að skriffinnarnir hjá Þjóðskránni hafi náð að hefna sín þegar Þorgeiri var sendur úrskurðurinn um að hann fengi að vera skráður með einu essi: þá var nafnið utan á umslagið skrifað með tveimur essum. Hefur þetta orðið regla síðan? Að menn skrifi föðurnöfn sín með einu essi? Reyndar ekki. Þetta var undantekningartilvik og undantekningin gerð fyrir mann sem var lofsverð undantekning í mannlegu samfélagi.Frá hinu opinbera… Barátta Jóns Gnarr fyrir viðurkenningu hins opinbera á nafni sínu minnir raunar á baráttu annars undantekningarmanns – Helga Hóseassonar, sem löngum stóð á Langholtsveginum eins og upphrópunarmerki í samfélaginu, og vildi rifta sjálfum skírnarsáttmálanum, og fá það skráð í Þjóðskrá en fékk ævinlega þau svör frá hinu opinbera að það væri ekki hægt. Þegar slíkur sáttmáli hefði einu sinni verið gerður væri ekki hægt að afgera hann. Þessi guðfræðilega dispútasía sérlundaðs trésmiðs og Þjóðkirkjunnar stóð árum saman og fór sjálfsagt fyrir ofan garð og neðan hjá okkur flestum sem ekki berum skynbragð á þessa hluti – en viðbrögð hins opinbera við málaleitunum Jóns Gnarr eru dálítið svipuð viðbrögðum Þjóðkirkjunnar, varnarhættir og veggjasmíði: nei, það er ekki hægt, nei, við erum ekki vön að hafa þetta svona, nei það gengur ekki – nei. Látið er eins og upphafleg nafngift sé svo endanleg og klöppuð í stein að vonlaust sé með öllu að verða við málaleitan um að breyta henni. En þetta er bara nafn. Þetta ætti ekki að vera stórmál nema fyrir þann sem ber nafnið. Og í tilviki Jóns Gnarr: Hann hefur skapað sér nafn. Og á skilið að fá viðurkenningu samfélagsins fyrir það. Það er ekki hagsmunamál samfélagsins að hann eigi að vera skráður í Þjóðskrá með nafni sem hann telur ekki sitt nafn. Og almennt talað um nafngiftir: ef við treystum fólki fyrir börnum á annað borð, til að ala þau upp, næra þau og klæða og koma þeim til manns, þá hljótum við að treysta þeim líka til þessa að gefa þessum börnum nafn. En þá þarf fólk líka að muna að þegar maður gefur barni nafn er maður ekki að tjá sig heldur er maður að tjá það. Nafngiftir eru ekki heppilegur farvegur fyrir fólk að fá útrás fyrir listræna drauma; nema þá eigin nafngiftir. Kannski er kominn tími til að hætta að líta á nafngiftir sem úrlausnarefni fyrir málfræðinga. Afstyrmileg nöfn ættu frekar að koma til kasta barnaverndaryfirvalda en að einblínt sé á það hvort þau samræmist íslenskum beygingareglum og „nafnavenjum“. En þegar gosarnir mæta til að skipta um kennitölu og stofna nýtt eignarhaldsfélag utan um svonefndar eignir en láta fyrra félagið gossa með sínum skuldunautum – þá má gjarnan taka á móti þeim einhver „computer-says-no“-þvergirðingur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun