Segir lausnina til ef viljinn er fyrir hendi guðsteinn bjarnason skrifar 5. júní 2015 07:00 Vel fór á með forsætisráðherra Bretlands og kanslara Þýskalands í Berlín í lok síðustu viku. fréttablaðið/EPA „Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“ Grikkland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
„Ef það er virkilega nauðsynlegt, þá þurfum við að skoða málið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, spurð hvort gerðar verði breytingar á grundvallarsamningum Evrópusambandsins að kröfu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta sagði hún í viðtali við fréttastofu breska útvarpsins, BBC. „Ég er bjartsýn á að ef við viljum það öll, þá finnum við góða lausn,“ sagði Merkel. „Þetta snýst ekkert um að missa svefn út af þessu, heldur um að vinna vinnuna okkar og skapa þær forsendur sem nauðsynlegar eru til þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins.“ Cameron hefur heitið Bretum því að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilmálum Bretlands og bera svo niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok 2017, og jafnvel enn fyrr. Annar þýskur stjórnmálamaður, Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra, var hins vegar í viðtali við BBC í fyrradag og sagði þá að Cameron ætti ekki að vera alltof viss um að geta treyst á stuðning Þýskalands. „Ekki tapa þér í óskhyggjunni,“ sagði Fischer vera ráð sitt til Camerons. „Angela Merkel mun ekki gera neitt til þess að stefna grundvallarreglum sameiginlega markaðarins og Evrópusambandsins í hættu. Hann bætti því við að Merkel hefði annað og miklu stærra vandamál á sinni könnu: „Hvernig finna megi málamiðlun um gjaldmiðilsbandalagið við Grikkland. Það er forgangsmál hennar númer eitt núna.“ Merkel og fleiri ráðamenn í Evrópusambandinu hafa jafnan tekið treglega í hugmyndir Camerons um breytingar á Evrópusambandinu og aðildarskilmálum Bretlands. Í síðustu viku sneri Merkel þó að nokkru við blaðinu og segir nú vel hægt að komast að niðurstöðu. Hún geti stutt sumar hugmyndir Camerons en aðrar ekki. „Evrópusambandið er bandalag 28 aðildarríkja sem þurfa að gera málamiðlanir. Einungis þegar allir eru samþykkir og sáttir getum við fengið raunverulegar niðurstöður. Viljinn til þess er til staðar. Við höfum áður fundið fjölmargar lausnir í fjölmörgum erfiðum málum – það ætti að verða svo í þessu máli líka.“
Grikkland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira