Af hverju notar hún titrarann? sigga dögg skrifar 3. júní 2015 11:00 Vísir/Getty Spurning Mér finnst þetta hljóma kjánalega og það gerir það örugglega en þannig er það að konan mín á titrara, eins og margar konur, og ég veit hún notar hann í sjálfsfróun eða mig grunar það og stundum notum við hann saman. Mér finnst allt í lagi að nota hann saman, en ekki alltaf, þá verður það pirrandi af einhverri ástæðu, en mín spurning er sú hvort það geti farið svo að hún geti ekki fengið fullnægingu nema að nota titrandi tæki? Gæti hún farið að kjósa það frekar en að vera með mér?Svar Mig grunar að þetta sé spurning sem brennur á vörum margra elskenda, enda kominn lítill (nú eða misstór) þriðji aðili sem getur klárað málið á skotstundu án allra leiðbeininga og samningaviðræðna. Bara kveikja, smyrja, titra, fá það, slökkva, skola og aftur ofan í skúffu. Málið er dautt á undir fimm mínútum. Skiljanlega getur slíkt verkað ógnandi en það er ástæða fyrir því að mannfólk stundar kynlíf með öðru mannfólki. Kynlíf er meira en bara fullnæging, það snýst um að tengjast annarri manneskju, finna af viðkomandi lyktina og líkamsþungann og snertinguna. Það snýst um fegurðina sem felst í einlægni án orða. Fullnæging er skemmtilegt krydd sem fylgir kynlífinu en engan veginn það sem heila málið snýst um, sérstaklega ekki þegar það er stundað með annarri manneskju. Hins vegar getur það verið þannig að þegar mann langar í einn snöggan, bara fá útrás og vellíðunartilfinningu á sem skemmstum tíma, þá getur titrandi hjálparhönd komið sér einkar vel. Ef þér finnst vanta tengingu á milli ykkar, að nándin og innileikinn séu farin að dofna, þá getur verið gott að gefa sér tíma í smá innilegt kelerí. Kynlífstæki voru fundin upp til að auka kynferðislegan unað og flýta fyrir fullnægingu og því ber að fagna. Þau eru ekki staðgengill heldur skemmtileg viðbót svo reyndu að stressa þig ekki á þessu heldur gleðjast að maki þinn passi upp á eigin unað. Heilsa Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið
Spurning Mér finnst þetta hljóma kjánalega og það gerir það örugglega en þannig er það að konan mín á titrara, eins og margar konur, og ég veit hún notar hann í sjálfsfróun eða mig grunar það og stundum notum við hann saman. Mér finnst allt í lagi að nota hann saman, en ekki alltaf, þá verður það pirrandi af einhverri ástæðu, en mín spurning er sú hvort það geti farið svo að hún geti ekki fengið fullnægingu nema að nota titrandi tæki? Gæti hún farið að kjósa það frekar en að vera með mér?Svar Mig grunar að þetta sé spurning sem brennur á vörum margra elskenda, enda kominn lítill (nú eða misstór) þriðji aðili sem getur klárað málið á skotstundu án allra leiðbeininga og samningaviðræðna. Bara kveikja, smyrja, titra, fá það, slökkva, skola og aftur ofan í skúffu. Málið er dautt á undir fimm mínútum. Skiljanlega getur slíkt verkað ógnandi en það er ástæða fyrir því að mannfólk stundar kynlíf með öðru mannfólki. Kynlíf er meira en bara fullnæging, það snýst um að tengjast annarri manneskju, finna af viðkomandi lyktina og líkamsþungann og snertinguna. Það snýst um fegurðina sem felst í einlægni án orða. Fullnæging er skemmtilegt krydd sem fylgir kynlífinu en engan veginn það sem heila málið snýst um, sérstaklega ekki þegar það er stundað með annarri manneskju. Hins vegar getur það verið þannig að þegar mann langar í einn snöggan, bara fá útrás og vellíðunartilfinningu á sem skemmstum tíma, þá getur titrandi hjálparhönd komið sér einkar vel. Ef þér finnst vanta tengingu á milli ykkar, að nándin og innileikinn séu farin að dofna, þá getur verið gott að gefa sér tíma í smá innilegt kelerí. Kynlífstæki voru fundin upp til að auka kynferðislegan unað og flýta fyrir fullnægingu og því ber að fagna. Þau eru ekki staðgengill heldur skemmtileg viðbót svo reyndu að stressa þig ekki á þessu heldur gleðjast að maki þinn passi upp á eigin unað.
Heilsa Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög