Fullur bolli af hamingju rikka skrifar 22. maí 2015 14:00 Vísir/Getty Ég fór að velta fyrir mér hamingjunni um daginn, hvað það þýddi að vera hamingjusamur. Eins og með margt annað segir reynslan mér að það sé ansi mismunandi hvað það er sem gerir fólk virkilega hamingjusamt. Mér finnst ágætt að hugsa um hamingjuna í bollum, einn bolli fyrir hvert svið í lífi þínu sem þarf að vera í jafnvægi svo að þú sért hamingjusöm manneskja. Einn bolli er fyrir fjölskylduna sem heild, einn fyrir börnin og gefandi stundir með þeim, einn fyrir sambandið, einn fyrir vinina, einn fyrir vinnuna, einn fyrir sjálfið og svo framvegis. Þegar búið er að velja þá bolla sem fylla einhver skilyrði þá þarftu að ákveða hvort þeir eru hálffullir eða hálftómir. Ætlarðu að vakna á hverjum degi og horfa á lífið björtum augum? Þitt er valið.Áskorunin Þá er komið að hamingjuáskoruninni en hún er sú að halda bollunum temmilega fullum. Tökum dæmi. Ef þú sinnir ekki sjálfum þér, hreyfir þig ekki eða hugsar lítið um sjálfið þá tæmist sá bolli. Sért þú til að mynda of mikið með makanum þínum þá yfirfyllist sá bolli og sambandið gæti hreinlega orðið leiðigjarnt og á meðan tæmast aðrir bollar eins og til dæmis vinabollinn. Hvenær hittirðu síðast góðan vin? Hittirðu kannski vini þína of mikið og gleymir vinnunni eða börnunum? Lífið snýst að miklu leyti um jafnvægi og að njóta stundarinnar sem er hér og nú.Fjársjóðurinn ert þú Í blaðinu er viðtal við Vilborgu Örnu. Ég heillaðist af henni þegar ég sat einu sinni fyrirlestur sem hún hélt. Hún var ein af þeim sem sneri blaðinu við. Hún var óörugg í eigin skinni og óviss um framtíðina en fann sinn farveg og eftir það gekk allt betur. Hún vann ekki í lottói, né kom einhver til hennar og færði henni tækifæri. Vilborg fann sinn fjársjóð, hamingju og styrk með því að breyta um hugarfar og horfast í augu við verkefnin, sama hvort þau voru af góðum eða slæmum meiði. Heilsa Tengdar fréttir Með heimsmet í bakpokanum Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu. 22. maí 2015 10:15 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið
Ég fór að velta fyrir mér hamingjunni um daginn, hvað það þýddi að vera hamingjusamur. Eins og með margt annað segir reynslan mér að það sé ansi mismunandi hvað það er sem gerir fólk virkilega hamingjusamt. Mér finnst ágætt að hugsa um hamingjuna í bollum, einn bolli fyrir hvert svið í lífi þínu sem þarf að vera í jafnvægi svo að þú sért hamingjusöm manneskja. Einn bolli er fyrir fjölskylduna sem heild, einn fyrir börnin og gefandi stundir með þeim, einn fyrir sambandið, einn fyrir vinina, einn fyrir vinnuna, einn fyrir sjálfið og svo framvegis. Þegar búið er að velja þá bolla sem fylla einhver skilyrði þá þarftu að ákveða hvort þeir eru hálffullir eða hálftómir. Ætlarðu að vakna á hverjum degi og horfa á lífið björtum augum? Þitt er valið.Áskorunin Þá er komið að hamingjuáskoruninni en hún er sú að halda bollunum temmilega fullum. Tökum dæmi. Ef þú sinnir ekki sjálfum þér, hreyfir þig ekki eða hugsar lítið um sjálfið þá tæmist sá bolli. Sért þú til að mynda of mikið með makanum þínum þá yfirfyllist sá bolli og sambandið gæti hreinlega orðið leiðigjarnt og á meðan tæmast aðrir bollar eins og til dæmis vinabollinn. Hvenær hittirðu síðast góðan vin? Hittirðu kannski vini þína of mikið og gleymir vinnunni eða börnunum? Lífið snýst að miklu leyti um jafnvægi og að njóta stundarinnar sem er hér og nú.Fjársjóðurinn ert þú Í blaðinu er viðtal við Vilborgu Örnu. Ég heillaðist af henni þegar ég sat einu sinni fyrirlestur sem hún hélt. Hún var ein af þeim sem sneri blaðinu við. Hún var óörugg í eigin skinni og óviss um framtíðina en fann sinn farveg og eftir það gekk allt betur. Hún vann ekki í lottói, né kom einhver til hennar og færði henni tækifæri. Vilborg fann sinn fjársjóð, hamingju og styrk með því að breyta um hugarfar og horfast í augu við verkefnin, sama hvort þau voru af góðum eða slæmum meiði.
Heilsa Tengdar fréttir Með heimsmet í bakpokanum Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu. 22. maí 2015 10:15 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið
Með heimsmet í bakpokanum Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu. 22. maí 2015 10:15