Skyrið mitt, skyrið þitt Sara McMahon skrifar 12. maí 2015 07:00 Skandínavíski mjólkurrisinn Arla hóf nýverið að markaðssetja „Icelandic styled skyr“ í Bretlandi. Maður hefði haldið að Íslendingar yrðu glaðir að deila skyrinu sínu með heimsbyggðinni líkt og heimsbyggðin hefur deilt mozzarella-osti, hráskinku og cheddar með okkur, en svo var ekki. Þess í stað jusu Íslendingar skömmum yfir risann á Facebook-síðu Arla Skyr og fannst fyrirtækið heldur ósvífið að ætla sér að koma skyrinu á erlenda markaði. Meira að segja markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar lagði orð í belg. Reyndar fór það nokkuð fyrir brjóstið á sumum að Arla hafi haldið því fram á samfélagsmiðlum að skyrið væri framleitt á Höfn í Hornafirði, og er það vel skiljanlegt því fyrirtæki eiga auðvitað ekki að ljúga að neytendum. En hitt er annað mál að Arla má framleiða og selja skyr, alveg eins og við framleiðum brie eða fetaost – sem, ólíkt skyrinu, er lögverndað vöruheiti með uppruna- eða staðarvísun (fetaostur má aðeins kallast fetaostur sé hann framleiddur á tilteknum svæðum í Grikklandi og úr grísku hráefni). Það eru reyndar nokkur ár síðan uppi voru umræður um hvort íslenska skyrið ætti að njóta lögverndunar sem landfræðileg merking og hvort gera ætti tvíhliða samning við Evrópusambandið þess efnis, skyldi Ísland ganga í sambandið. En ekkert virðist hafa orðið úr því. Hefðu slíkir samningar verið gerðir mættu aðeins íslensk fyrirtæki framleiða og selja skyr. En á móti hefði MS til dæmis þurft að hætta notkun vöruheita á borð við feta, sem hefur verið lögvernduð afurð frá árinu 2002. Sé litið á björtu hliðarnar, þá getur þjóðin loks státað sig af því að eiga vöru sem öðrum en okkur þykir bragðgóð. Er ekki sagt að stæling sé einlægasta lofið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun
Skandínavíski mjólkurrisinn Arla hóf nýverið að markaðssetja „Icelandic styled skyr“ í Bretlandi. Maður hefði haldið að Íslendingar yrðu glaðir að deila skyrinu sínu með heimsbyggðinni líkt og heimsbyggðin hefur deilt mozzarella-osti, hráskinku og cheddar með okkur, en svo var ekki. Þess í stað jusu Íslendingar skömmum yfir risann á Facebook-síðu Arla Skyr og fannst fyrirtækið heldur ósvífið að ætla sér að koma skyrinu á erlenda markaði. Meira að segja markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar lagði orð í belg. Reyndar fór það nokkuð fyrir brjóstið á sumum að Arla hafi haldið því fram á samfélagsmiðlum að skyrið væri framleitt á Höfn í Hornafirði, og er það vel skiljanlegt því fyrirtæki eiga auðvitað ekki að ljúga að neytendum. En hitt er annað mál að Arla má framleiða og selja skyr, alveg eins og við framleiðum brie eða fetaost – sem, ólíkt skyrinu, er lögverndað vöruheiti með uppruna- eða staðarvísun (fetaostur má aðeins kallast fetaostur sé hann framleiddur á tilteknum svæðum í Grikklandi og úr grísku hráefni). Það eru reyndar nokkur ár síðan uppi voru umræður um hvort íslenska skyrið ætti að njóta lögverndunar sem landfræðileg merking og hvort gera ætti tvíhliða samning við Evrópusambandið þess efnis, skyldi Ísland ganga í sambandið. En ekkert virðist hafa orðið úr því. Hefðu slíkir samningar verið gerðir mættu aðeins íslensk fyrirtæki framleiða og selja skyr. En á móti hefði MS til dæmis þurft að hætta notkun vöruheita á borð við feta, sem hefur verið lögvernduð afurð frá árinu 2002. Sé litið á björtu hliðarnar, þá getur þjóðin loks státað sig af því að eiga vöru sem öðrum en okkur þykir bragðgóð. Er ekki sagt að stæling sé einlægasta lofið?