Harmsaga um pitsu Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. apríl 2015 00:01 Pitsa er uppáhaldsmaturinn minn. Mér finnst gott að borða alls konar mat. Kalkúnninn á áramótunum er æði, grillað nautaribeye er ómótstæðilegt og humar með vænum slurki af hvítlauk veitir mér nautn sem er hársbreidd frá því að vera kynferðisleg. Allt þetta bliknar þó í samanburði við pitsu með pepperóní og góðum osti. Ef það væri ekki beinlínis hættulegt myndi ég borða pitsu á hverjum degi. Þegar ég hugsa hvað ég eigi að fá mér í hádegismat hugsa ég alltaf fyrst um pitsu. Hefst þá einhvers konar réttlætingarferli sem endar á því að ég sannfæri sjálfan mig um að pitsan sem ég fæ á laugardaginn verði svo góð að ég geti vel sætt mig við fisk í þessu miðvikudagshádegi. Ég borða nefnilega bara pitsu einu sinni í viku. Mesta lagi tvisvar og oftar á meðan úrslitakeppnin í körfuboltanum stendur yfir. Ég vil að það sé athöfn að borða pitsu. Ég vil njóta þess í hvert skipti. Ég vil helst vera heima, á rólegu kvöldi og geta valið um tvær pitsur. Þær verða helst að vera ólíkar og bjóða upp sitthvora unaðslega upplifunina. Það var svo um daginn að ég fékk tækifæri til að fá fría pitsu í hverri viku í heilt ár. Ég var staddur á leik KR og Tindastóls í úrslitakeppninni í Domino's-deild karla í körfubolta þegar ég greip hinn svokallaða Domino's-bolta. Málið er að mér fannst ég vita að ég myndi grípa þennan bolta á þessum leik. Þess vegna var ég búinn að æfa skotið frá miðju, sem maður þarf að hitta úr til að vinna, á körfuboltaæfingu í sömu viku. Þegará hólminn var komið gleymdi ég öllu sem ég hafði æft. Tindastóll var að tapa og ég því dapur, stúkan var full og ég misreiknaði skotið fullkomlega – dúndraði boltanum í spjaldið og missti af tækifæri lífs míns. Lærdómur þessarar harmsögu er enginn og ég var óhuggandi. Þangað til ég beit í næstu sneið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun
Pitsa er uppáhaldsmaturinn minn. Mér finnst gott að borða alls konar mat. Kalkúnninn á áramótunum er æði, grillað nautaribeye er ómótstæðilegt og humar með vænum slurki af hvítlauk veitir mér nautn sem er hársbreidd frá því að vera kynferðisleg. Allt þetta bliknar þó í samanburði við pitsu með pepperóní og góðum osti. Ef það væri ekki beinlínis hættulegt myndi ég borða pitsu á hverjum degi. Þegar ég hugsa hvað ég eigi að fá mér í hádegismat hugsa ég alltaf fyrst um pitsu. Hefst þá einhvers konar réttlætingarferli sem endar á því að ég sannfæri sjálfan mig um að pitsan sem ég fæ á laugardaginn verði svo góð að ég geti vel sætt mig við fisk í þessu miðvikudagshádegi. Ég borða nefnilega bara pitsu einu sinni í viku. Mesta lagi tvisvar og oftar á meðan úrslitakeppnin í körfuboltanum stendur yfir. Ég vil að það sé athöfn að borða pitsu. Ég vil njóta þess í hvert skipti. Ég vil helst vera heima, á rólegu kvöldi og geta valið um tvær pitsur. Þær verða helst að vera ólíkar og bjóða upp sitthvora unaðslega upplifunina. Það var svo um daginn að ég fékk tækifæri til að fá fría pitsu í hverri viku í heilt ár. Ég var staddur á leik KR og Tindastóls í úrslitakeppninni í Domino's-deild karla í körfubolta þegar ég greip hinn svokallaða Domino's-bolta. Málið er að mér fannst ég vita að ég myndi grípa þennan bolta á þessum leik. Þess vegna var ég búinn að æfa skotið frá miðju, sem maður þarf að hitta úr til að vinna, á körfuboltaæfingu í sömu viku. Þegará hólminn var komið gleymdi ég öllu sem ég hafði æft. Tindastóll var að tapa og ég því dapur, stúkan var full og ég misreiknaði skotið fullkomlega – dúndraði boltanum í spjaldið og missti af tækifæri lífs míns. Lærdómur þessarar harmsögu er enginn og ég var óhuggandi. Þangað til ég beit í næstu sneið.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun