Búðu til orkustöng sigga dögg skrifar 24. apríl 2015 16:00 Vísir/Getty Í nútímamataræði skortir fólk oft trefjar og góðan bita í millimál Þessa getur þú tekið með þér í vinnuna og sent börnin með sem nesti í skólann.Fíkju- og döðluorkustöng2 msk. kókosolía1½ bolli hafrar1 bolli og 3 msk. pistasíur¼ vanillubaunaduft (getur notað tsk. af vanilludropum)1 bolli þurrkaðar fíkjur, saxaðar1 bolli þurrkaðar sveskjur½ tsk. appelsínubörkur1 msk. appelsínusafi1 tsk. sjávarsaltdass af kanil (má sleppa) Hitaðu ofninn í 200 gráður. Taktu bökunarplötu og klæddu með smjörpappír. Hitaðu kókosolíuna í pönnu á miðlungshita, bættu höfrunum við og hrærðu þar til verður gullinbrúnt. Skelltu þessu á disk og í frysti til að kæla. Malaðu 3 msk. pistasíur í matvinnsluvél þar til verður að fínu dufti og geymdu, þú notar þetta í lokin. Skelltu vanilluduftinu, fíkjunum, sveskjunum, saltinu, hálfum bolla af pistasíum, appelsínuberki og safa og 2 msk. af vatni út í og blandaðu vel saman. Skelltu þessu í stóra skál og taktu hafrablönduna úr frysti og skelltu út í. Grófsaxaðu hálfan bolla af pistasíuhnetum og settu út í blönduna og blandaðu saman. Bleyttu hendurnar og hnoðaðu þetta og sléttu úr á bökunarplötunni. Sáldraðu fínsöxuðu pistasíuhnetunum yfir og bakaðu í 25 mínútur. Þessi uppskrift gefur af sér tólf orkustangir sem geymast í allt að tvær vikur í loftþéttum umbúðum. Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í nútímamataræði skortir fólk oft trefjar og góðan bita í millimál Þessa getur þú tekið með þér í vinnuna og sent börnin með sem nesti í skólann.Fíkju- og döðluorkustöng2 msk. kókosolía1½ bolli hafrar1 bolli og 3 msk. pistasíur¼ vanillubaunaduft (getur notað tsk. af vanilludropum)1 bolli þurrkaðar fíkjur, saxaðar1 bolli þurrkaðar sveskjur½ tsk. appelsínubörkur1 msk. appelsínusafi1 tsk. sjávarsaltdass af kanil (má sleppa) Hitaðu ofninn í 200 gráður. Taktu bökunarplötu og klæddu með smjörpappír. Hitaðu kókosolíuna í pönnu á miðlungshita, bættu höfrunum við og hrærðu þar til verður gullinbrúnt. Skelltu þessu á disk og í frysti til að kæla. Malaðu 3 msk. pistasíur í matvinnsluvél þar til verður að fínu dufti og geymdu, þú notar þetta í lokin. Skelltu vanilluduftinu, fíkjunum, sveskjunum, saltinu, hálfum bolla af pistasíum, appelsínuberki og safa og 2 msk. af vatni út í og blandaðu vel saman. Skelltu þessu í stóra skál og taktu hafrablönduna úr frysti og skelltu út í. Grófsaxaðu hálfan bolla af pistasíuhnetum og settu út í blönduna og blandaðu saman. Bleyttu hendurnar og hnoðaðu þetta og sléttu úr á bökunarplötunni. Sáldraðu fínsöxuðu pistasíuhnetunum yfir og bakaðu í 25 mínútur. Þessi uppskrift gefur af sér tólf orkustangir sem geymast í allt að tvær vikur í loftþéttum umbúðum.
Dögurður Heilsa Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira