Úff, ég er svo útroðin og við það að springa Rikka skrifar 25. apríl 2015 14:00 Vísir/Getty Um og eftir páskafríið töluðu margir um að hafa heyrt sig fitna yfir hátíðina og skilja ekki hvernig hægt væri að bæta á sig á svona miklu á stuttum tíma. Við skulum halda því til haga að þetta voru nú bara einn eða tveir aðilar hérna í vinnunni hjá mér en ekki faraldur, allavega ekki að mér vitandi. Undirskrifuð sá aftur á móti lítinn mun á félögunum en horfði á þá með samúðaraugum og jánkaði til samþykkis því að þekkja til fyrrnefnds kvilla. Í aðstæðum sem þessum hef ég stundum velt því fyrir mér hversu mikið sé hægt að bæta á sig á örfáum dögum, svona í raun og veru. Samkvæmt þeim sem vita betur en ég í þessum fræðum er ekki í raun hægt að þyngjast um einhver kíló á einni helgi nema að vel sé haldið á spöðunum. Fyrir meðaljóninn sem hreyfir sig að meðaltali tvisvar í viku og borðar eðlilega fæðu með örlitlum frávikum tekur það þrjár til fjórar vikur að detta úr því fína formi sem hann var í hætti hann að mæta í ræktina en heldur uppi fyrri lífsstíl í mataræði. Ef aftur á móti eðaljóninn, sá sem æfir oftar en fjórum sinnum í viku, hættir að hreyfa sig eins og áður finnur hann fyrr fyrir áhrifum af hreyfingarleysinu. Hreyfingarleysi hefur svo aftur á móti ekki einungis áhrif á vigtina heldur einnig innra kerfi líkamanns eins og til dæmis æðakerfi, andlega heilsu, bein- og vöðvavefi. Svo er það nú líka löngum sannað að líkaminn hrörni fyrr hreyfir þú þig ekki. Kyrrseta er böl nútímamannsins og ættum við að hafa það hugfast hvern dag að koma við einhvers konar hreyfingu hversu lítil sem hún er. Ef þú getur ekki skokkað, farðu þá í sund eða hjólatúr. Ef veðrið er að plaga þig gerðu þá æfingar heima í stofu eða farðu á líkamsræktarstöðvar. Skiptu lyftunni út fyrir stigann, gakktu lengri leiðina eða byrjaðu daginn á því að gera tíu armbeygjur. Það er aldrei of seint að byrja á einhverju sem gerir þér gott. Heilsa Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið
Um og eftir páskafríið töluðu margir um að hafa heyrt sig fitna yfir hátíðina og skilja ekki hvernig hægt væri að bæta á sig á svona miklu á stuttum tíma. Við skulum halda því til haga að þetta voru nú bara einn eða tveir aðilar hérna í vinnunni hjá mér en ekki faraldur, allavega ekki að mér vitandi. Undirskrifuð sá aftur á móti lítinn mun á félögunum en horfði á þá með samúðaraugum og jánkaði til samþykkis því að þekkja til fyrrnefnds kvilla. Í aðstæðum sem þessum hef ég stundum velt því fyrir mér hversu mikið sé hægt að bæta á sig á örfáum dögum, svona í raun og veru. Samkvæmt þeim sem vita betur en ég í þessum fræðum er ekki í raun hægt að þyngjast um einhver kíló á einni helgi nema að vel sé haldið á spöðunum. Fyrir meðaljóninn sem hreyfir sig að meðaltali tvisvar í viku og borðar eðlilega fæðu með örlitlum frávikum tekur það þrjár til fjórar vikur að detta úr því fína formi sem hann var í hætti hann að mæta í ræktina en heldur uppi fyrri lífsstíl í mataræði. Ef aftur á móti eðaljóninn, sá sem æfir oftar en fjórum sinnum í viku, hættir að hreyfa sig eins og áður finnur hann fyrr fyrir áhrifum af hreyfingarleysinu. Hreyfingarleysi hefur svo aftur á móti ekki einungis áhrif á vigtina heldur einnig innra kerfi líkamanns eins og til dæmis æðakerfi, andlega heilsu, bein- og vöðvavefi. Svo er það nú líka löngum sannað að líkaminn hrörni fyrr hreyfir þú þig ekki. Kyrrseta er böl nútímamannsins og ættum við að hafa það hugfast hvern dag að koma við einhvers konar hreyfingu hversu lítil sem hún er. Ef þú getur ekki skokkað, farðu þá í sund eða hjólatúr. Ef veðrið er að plaga þig gerðu þá æfingar heima í stofu eða farðu á líkamsræktarstöðvar. Skiptu lyftunni út fyrir stigann, gakktu lengri leiðina eða byrjaðu daginn á því að gera tíu armbeygjur. Það er aldrei of seint að byrja á einhverju sem gerir þér gott.
Heilsa Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið