Hagnaður Boeing jókst um tæp 38 prósent Jón Hákon skrifar 23. apríl 2015 13:00 Þetta er líkan af Boeing-vél í litum R2-D2 vélmennisins úr Star Wars. NordicPhotos/afp Hagnaður Boeing-flugvélaframleiðandans jókst um 38 prósent á fyrsta fjórðungi. Nam hagnaðurinn 1,34 milljörðum dala, eða sem samsvarar 184 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi. Ástæðan er fyrst og fremst aukin framleiðsla flugvéla sem notaðar eru í borgaralegt flug, segir fréttastofa BBC. Boeing framleiddi 184 flugvélar á fjórðungnum og jókst framleiðslan um 14 prósent frá sama tímabili árið áður. Heildartekjur á fjórðungnum jukust um 8 prósent og námu um 3.000 milljörðum króna. Tekjur af smíði borgaralegra flugvéla jukust um átta prósent. Niðurskurður Bandaríkjamanna til varnarmála varð hins vegar til þess að draga úr tekjum vegna flugvéla sem notaðar eru í hernaði. Boeing býst við því að heildartekjur yfir árið verði í kringum 13 þúsund milljarðar króna. Búist er við því að framleiddar verði milli 750 og 755 borgaralegar flugvélar á þessu ári og tekjurnar af þeim verði í kringum 9 þúsund milljarðar króna. „Góð rekstrar- og fjárhagsstaða styrkir getu okkar til þess að skila hluthöfum okkar arði á sama tíma og við fjárfestum í tækni og mannauði,“ hefur BBC eftir Jim McNerney, stjórnarformanni Boeing. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagnaður Boeing-flugvélaframleiðandans jókst um 38 prósent á fyrsta fjórðungi. Nam hagnaðurinn 1,34 milljörðum dala, eða sem samsvarar 184 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi. Ástæðan er fyrst og fremst aukin framleiðsla flugvéla sem notaðar eru í borgaralegt flug, segir fréttastofa BBC. Boeing framleiddi 184 flugvélar á fjórðungnum og jókst framleiðslan um 14 prósent frá sama tímabili árið áður. Heildartekjur á fjórðungnum jukust um 8 prósent og námu um 3.000 milljörðum króna. Tekjur af smíði borgaralegra flugvéla jukust um átta prósent. Niðurskurður Bandaríkjamanna til varnarmála varð hins vegar til þess að draga úr tekjum vegna flugvéla sem notaðar eru í hernaði. Boeing býst við því að heildartekjur yfir árið verði í kringum 13 þúsund milljarðar króna. Búist er við því að framleiddar verði milli 750 og 755 borgaralegar flugvélar á þessu ári og tekjurnar af þeim verði í kringum 9 þúsund milljarðar króna. „Góð rekstrar- og fjárhagsstaða styrkir getu okkar til þess að skila hluthöfum okkar arði á sama tíma og við fjárfestum í tækni og mannauði,“ hefur BBC eftir Jim McNerney, stjórnarformanni Boeing.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira