Hundleiðinlegt líf fullorðins fólks sigga dögg skrifar 17. apríl 2015 14:00 Vísir/Getty Rosalega getur það verið þreytandi að vera fullorðinn. Af hverju sagði manni enginn frá þessu leiðindalífi? Ég trúði því lengi vel að þegar ég loksins yrði fullorðin þá væri lífið bara morgunkorn í öll mál (sérstaklega þessar sykruðu tegundir) og svo bara hangið fram eftir í rúminu að kela og horfa á hræðilegar hryllingsmyndir, nú eða stelast í eina bláa. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að lífið er bara ekkert svoleiðis! Með því að fullorðnast kemur einhver asnaleg viska þannig að þekking leyfir manni ekki að hanga bara í sykruðu morgunkorni og reikningarnir öskra á mann hærra en vekjaraklukkan, nú skal fram úr og í vinnu. Og stressið, allt þetta stress! Það þarf að þrífa og elda og ganga frá og sækja börnin og svara í símann og senda tölvupóst og vinna fram eftir og bara allt. Hvaða rugl er þetta? Kannski reyndi einhver að hægja á mér á einhverjum tímapunkti og benda á að líf fullorðinna væri ekki eintóm sæla og þeir ættu líf sitt langt í frá sjálfir. Aðrir eiga mann þegar maður er fullorðinn, alveg fullt af fólki. Og rómansinn? Iss, það var í gamla daga þar sem maður gat hangið fleiri tugi mínútna í sleik og bara hlustað á tónlist og skipst á slefi. Í dag fær maður varla mínútu í sleik, ef það er ekki utanaðkomandi truflun þá þarf maður að taka ákvörðun hvort nú skuli detta í samfarir eða hætta þessu rugli áður en væntingar verða of miklar og kæla sig niður yfir einum þætti. Hvað varð um að vera bara í góðum sleik? Ég held að unglingar séu alveg með þetta. Þar er einhver sem þrífur eftir þau, eldar ofan í þau og svo má bara dúlla sér í sleik. Hvað með það þótt maður þurfi alltaf að gera grein fyrir ferðum sínum, megi ekki fara hvert sem er hvenær sem er og sé með unglingabólur og tilfinningar sem maður ræður takmarkað sem ekkert við. Hvað með það? Maður fer bara í skólann, kjaftar við félagana og fær sér svo bland í poka. Lífið er svo ljúft. En samt getur maður ekki beðið eftir því að fullorðnast. Það er nefnilega svo spennandi því þá má allt. Æi, vonbrigðin með þetta fullorðinslíf. Ég hef aldrei átt eins mikið af flottum flíkum og verið í jafn góðu formi líkamlega og þegar ég var ein að hugsa um eigin rassgat. En ofsalega leið mér illa í hjartanu. Allt þetta rót og öll þessi óvissa og allar þessar mögulegu ástir sem svo bara krömdu mann. Þegar ég sakna unglingsins og þess tíma þá fer ég í tímavélina og hjartað flakkar með og svo andvarpa ég. Ofsalega er ég þakklát fyrir að vera fullorðin og róleg í hjartanu. Full gleði, visku og þakklætis fyrir lífið sem mér tókst að skapa mér. Ég leyfi mér bara sykraða morgunkornið einstaka laugardaga því það er líka rándýrt, miklu betra að baka bara pönnukökur og hafa þær í morgunmat og svo aftur í kvöldmat með fullt af beikoni. Svoleiðis má þegar maður er fullorðinn. Ég er að æfa mig að lifa í núinu en ekki bara fyrir morgundaginn og vera þakklát fyrir hið góða líf þótt það sé stundum leiðinlegt. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Rosalega getur það verið þreytandi að vera fullorðinn. Af hverju sagði manni enginn frá þessu leiðindalífi? Ég trúði því lengi vel að þegar ég loksins yrði fullorðin þá væri lífið bara morgunkorn í öll mál (sérstaklega þessar sykruðu tegundir) og svo bara hangið fram eftir í rúminu að kela og horfa á hræðilegar hryllingsmyndir, nú eða stelast í eina bláa. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að lífið er bara ekkert svoleiðis! Með því að fullorðnast kemur einhver asnaleg viska þannig að þekking leyfir manni ekki að hanga bara í sykruðu morgunkorni og reikningarnir öskra á mann hærra en vekjaraklukkan, nú skal fram úr og í vinnu. Og stressið, allt þetta stress! Það þarf að þrífa og elda og ganga frá og sækja börnin og svara í símann og senda tölvupóst og vinna fram eftir og bara allt. Hvaða rugl er þetta? Kannski reyndi einhver að hægja á mér á einhverjum tímapunkti og benda á að líf fullorðinna væri ekki eintóm sæla og þeir ættu líf sitt langt í frá sjálfir. Aðrir eiga mann þegar maður er fullorðinn, alveg fullt af fólki. Og rómansinn? Iss, það var í gamla daga þar sem maður gat hangið fleiri tugi mínútna í sleik og bara hlustað á tónlist og skipst á slefi. Í dag fær maður varla mínútu í sleik, ef það er ekki utanaðkomandi truflun þá þarf maður að taka ákvörðun hvort nú skuli detta í samfarir eða hætta þessu rugli áður en væntingar verða of miklar og kæla sig niður yfir einum þætti. Hvað varð um að vera bara í góðum sleik? Ég held að unglingar séu alveg með þetta. Þar er einhver sem þrífur eftir þau, eldar ofan í þau og svo má bara dúlla sér í sleik. Hvað með það þótt maður þurfi alltaf að gera grein fyrir ferðum sínum, megi ekki fara hvert sem er hvenær sem er og sé með unglingabólur og tilfinningar sem maður ræður takmarkað sem ekkert við. Hvað með það? Maður fer bara í skólann, kjaftar við félagana og fær sér svo bland í poka. Lífið er svo ljúft. En samt getur maður ekki beðið eftir því að fullorðnast. Það er nefnilega svo spennandi því þá má allt. Æi, vonbrigðin með þetta fullorðinslíf. Ég hef aldrei átt eins mikið af flottum flíkum og verið í jafn góðu formi líkamlega og þegar ég var ein að hugsa um eigin rassgat. En ofsalega leið mér illa í hjartanu. Allt þetta rót og öll þessi óvissa og allar þessar mögulegu ástir sem svo bara krömdu mann. Þegar ég sakna unglingsins og þess tíma þá fer ég í tímavélina og hjartað flakkar með og svo andvarpa ég. Ofsalega er ég þakklát fyrir að vera fullorðin og róleg í hjartanu. Full gleði, visku og þakklætis fyrir lífið sem mér tókst að skapa mér. Ég leyfi mér bara sykraða morgunkornið einstaka laugardaga því það er líka rándýrt, miklu betra að baka bara pönnukökur og hafa þær í morgunmat og svo aftur í kvöldmat með fullt af beikoni. Svoleiðis má þegar maður er fullorðinn. Ég er að æfa mig að lifa í núinu en ekki bara fyrir morgundaginn og vera þakklát fyrir hið góða líf þótt það sé stundum leiðinlegt.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira