Því betri getur tíðin orðið Sara McMahon skrifar 14. apríl 2015 07:00 Í garð er genginn sá árstími sem reynist mörgum Íslendingnum sérlega erfiður – vorið hefur knúið á dyr í flestum Evrópulöndum, og víðar, með tilheyrandi sólardögum. Gróðurinn hefur vaknað af værum vetrarblundi og hafið að teygja anga sína í átt til himins. Kvöldmáltíðir má snæða úti á verönd, börn skokka peysuklædd í skólann á morgnana, gróðurilmurinn fyllir loftið, fuglar syngja og brottfluttir Íslendingar hefjast handa við að hlaða glaðlegum sólarmyndum inn á samfélagsmiðlana, okkur sem heima sitjum til mikillar mæðu, enda búum við enn við rok, snjó, rigningu og ófærð á milli landshluta. Ekki svo að skilja að maður kunni ekki að samgleðjast þeim sem fá notið vorsólarinnar og ylsins sem af henni steðjar, heldur fyllir þetta mann hálfgerðu vonleysi vegna þess ömurlega veðurfars sem hér ríkir enn. Hversu marga daga til viðbótar þarf maður að berjast heim úr vinnunni kaldur, hrakinn og votur í 25 metrum á sekúndu? Mann er farið að lengja eftir betri tíð – því betri getur tíðin vissulega orðið – og vonandi tekur að hlýna strax í næstu viku, á sumardaginn fyrsta. En þangað til verður maður víst að sýna þolinmæði og bíða … eða biðja sér vægðar og sjá hvort Evrópubúarnir íslensku sýni okkur ekki samúð í verki og sitji á sér með að birta sólarmyndir þar til vorið nær ströndum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Í garð er genginn sá árstími sem reynist mörgum Íslendingnum sérlega erfiður – vorið hefur knúið á dyr í flestum Evrópulöndum, og víðar, með tilheyrandi sólardögum. Gróðurinn hefur vaknað af værum vetrarblundi og hafið að teygja anga sína í átt til himins. Kvöldmáltíðir má snæða úti á verönd, börn skokka peysuklædd í skólann á morgnana, gróðurilmurinn fyllir loftið, fuglar syngja og brottfluttir Íslendingar hefjast handa við að hlaða glaðlegum sólarmyndum inn á samfélagsmiðlana, okkur sem heima sitjum til mikillar mæðu, enda búum við enn við rok, snjó, rigningu og ófærð á milli landshluta. Ekki svo að skilja að maður kunni ekki að samgleðjast þeim sem fá notið vorsólarinnar og ylsins sem af henni steðjar, heldur fyllir þetta mann hálfgerðu vonleysi vegna þess ömurlega veðurfars sem hér ríkir enn. Hversu marga daga til viðbótar þarf maður að berjast heim úr vinnunni kaldur, hrakinn og votur í 25 metrum á sekúndu? Mann er farið að lengja eftir betri tíð – því betri getur tíðin vissulega orðið – og vonandi tekur að hlýna strax í næstu viku, á sumardaginn fyrsta. En þangað til verður maður víst að sýna þolinmæði og bíða … eða biðja sér vægðar og sjá hvort Evrópubúarnir íslensku sýni okkur ekki samúð í verki og sitji á sér með að birta sólarmyndir þar til vorið nær ströndum Íslands.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun