Ég skal hlusta á þig Sigga Dögg og kynfræðingur skrifa 10. apríl 2015 14:45 visir/getty Elsku fallegu unglingarnir mínir sem ég hitti daglega, bæði rafrænt og í persónu, þessi pistill er til ykkar. Ég vona að ef þú nærð ekki að lesa hann að þá geri einhver fullorðinn það fyrir þig eða allavega bendi þér á hann. Í gærkvöldi sat ég með snillingum. Þetta voru eldklárir unglingar á aldrinum þrettán til sextán ára og sögðu þau mér raunasögur sínar af fullorðna fólkinu. Einn drengur sagði mér frá því þegar hann í sakleysi sínu og forvitni ætlaði að kaupa pakka af smokkum í stórri matvöruverslun en var neitað um afgreiðslu. Það ku víst vera átján ára aldurstakmark á smokkum. Að sögn þess fullorðna sem stóð fyrir aftan kassann. Litli vinurinn sneri sér við leiður í bragði og velti því fyrir sér hvað skyldi nú taka til bragðs, má bara blása upp smokka þegar maður verður lögráða?Frásagnir fullorðinna Svo voru það stelpurnar sem lýstu fyrir mér vægast sagt ömurlegri framkomu fullorðins fólks sem átti að vera að leiðbeina þeim í ?sumarbúðum? en braut þær niður með svívirðingum, leiðindum og kvenfyrirlitningu. Ekki nóg með það heldur var hræðsluáróðri um kynsjúkdóma troðið ofan í kokið á þeim með myndum af kynfærum með vörtum og vætlandi sárum. Þeim var gjörsamlega misboðið og kynlíf gert að hættulegum og skítugum hlut. Kannski ekki von að við erum enn að tala um „hreinar meyjar“ þegar þetta er myndin sem sumir varpa af kynlífi fyrir þessar elskur. Þegar ég heyri svona frásagnir þá sýður í mér blóðið. Þetta eru bara tvö dæmi en ég á töluvert fleiri í bakpokanum um óviðeigandi hegðun fullorðins fólks í garð unglinga. Þegar ég spyr þau hverjum þau hafi sagt frá þessu þá segja þau að enginn hlusti, þeim er ekki trúað og því gerist ekkert og ekkert breytist. Þau bara eldist, þakki fyrir að vera komin úr aðstæðunum og lífið heldur áfram. Óheppilegt þó fyrir þá sem fara á eftir því ef ekki er hlustað þá breytist ekki neitt. Ég lofaði þessum börnum að vera málsvari þeirra. Ég lofaði að fara með málið lengra. Ef þau segja mér sögu af óréttlæti og ég get haft einhver áhrif á framgang mála þá geri ég það. Hvort sem það er að tala við skólastjórnendur eða bæjarstjórn, málið skal leysast og þetta barn skal fá að vita að einhver heyrði rödd þess og að því sé trúað. Manstu hvernig það var að vera barn og segja frá einhverju sem gerðist og þér leið illa yfir en þér var sagt að þú værir að ímynda þér hlutina eða bara misskildir aðstæður? Af hverju má ekki draga orð fullorðins fólks í efa og hlusta á unglinga og bara kanna málið? Skilningur og túlkun aðstæðna og orða er misjafn en ef við köfum ekki ofan í málið þá breytist ekkert og ég segi stopp. Ég ætla hlusta og ég ætla breyta. Ég lofa þér því. Heilsa Tengdar fréttir Klámáhorf maka gerir mig brjálaða Lesandi spyr hvað hún eigi að gera varðandi klámáhorf 13. mars 2015 14:00 Tala unglingar við foreldra sína um kynlíf? Það var nefnilega ekki fyrr en ein stelpan hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði "maður getur ekki talað við þau því þau verða alveg brjáluð“. Þetta er heila málið. 7. mars 2015 14:00 Hjálp! Er ég ólétt? Margar spurningar brenna á vörum unglinga í dag varðandi það hvenær kona verður ólétt og hvenær ekki. 7. apríl 2015 11:00 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Elsku fallegu unglingarnir mínir sem ég hitti daglega, bæði rafrænt og í persónu, þessi pistill er til ykkar. Ég vona að ef þú nærð ekki að lesa hann að þá geri einhver fullorðinn það fyrir þig eða allavega bendi þér á hann. Í gærkvöldi sat ég með snillingum. Þetta voru eldklárir unglingar á aldrinum þrettán til sextán ára og sögðu þau mér raunasögur sínar af fullorðna fólkinu. Einn drengur sagði mér frá því þegar hann í sakleysi sínu og forvitni ætlaði að kaupa pakka af smokkum í stórri matvöruverslun en var neitað um afgreiðslu. Það ku víst vera átján ára aldurstakmark á smokkum. Að sögn þess fullorðna sem stóð fyrir aftan kassann. Litli vinurinn sneri sér við leiður í bragði og velti því fyrir sér hvað skyldi nú taka til bragðs, má bara blása upp smokka þegar maður verður lögráða?Frásagnir fullorðinna Svo voru það stelpurnar sem lýstu fyrir mér vægast sagt ömurlegri framkomu fullorðins fólks sem átti að vera að leiðbeina þeim í ?sumarbúðum? en braut þær niður með svívirðingum, leiðindum og kvenfyrirlitningu. Ekki nóg með það heldur var hræðsluáróðri um kynsjúkdóma troðið ofan í kokið á þeim með myndum af kynfærum með vörtum og vætlandi sárum. Þeim var gjörsamlega misboðið og kynlíf gert að hættulegum og skítugum hlut. Kannski ekki von að við erum enn að tala um „hreinar meyjar“ þegar þetta er myndin sem sumir varpa af kynlífi fyrir þessar elskur. Þegar ég heyri svona frásagnir þá sýður í mér blóðið. Þetta eru bara tvö dæmi en ég á töluvert fleiri í bakpokanum um óviðeigandi hegðun fullorðins fólks í garð unglinga. Þegar ég spyr þau hverjum þau hafi sagt frá þessu þá segja þau að enginn hlusti, þeim er ekki trúað og því gerist ekkert og ekkert breytist. Þau bara eldist, þakki fyrir að vera komin úr aðstæðunum og lífið heldur áfram. Óheppilegt þó fyrir þá sem fara á eftir því ef ekki er hlustað þá breytist ekki neitt. Ég lofaði þessum börnum að vera málsvari þeirra. Ég lofaði að fara með málið lengra. Ef þau segja mér sögu af óréttlæti og ég get haft einhver áhrif á framgang mála þá geri ég það. Hvort sem það er að tala við skólastjórnendur eða bæjarstjórn, málið skal leysast og þetta barn skal fá að vita að einhver heyrði rödd þess og að því sé trúað. Manstu hvernig það var að vera barn og segja frá einhverju sem gerðist og þér leið illa yfir en þér var sagt að þú værir að ímynda þér hlutina eða bara misskildir aðstæður? Af hverju má ekki draga orð fullorðins fólks í efa og hlusta á unglinga og bara kanna málið? Skilningur og túlkun aðstæðna og orða er misjafn en ef við köfum ekki ofan í málið þá breytist ekkert og ég segi stopp. Ég ætla hlusta og ég ætla breyta. Ég lofa þér því.
Heilsa Tengdar fréttir Klámáhorf maka gerir mig brjálaða Lesandi spyr hvað hún eigi að gera varðandi klámáhorf 13. mars 2015 14:00 Tala unglingar við foreldra sína um kynlíf? Það var nefnilega ekki fyrr en ein stelpan hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði "maður getur ekki talað við þau því þau verða alveg brjáluð“. Þetta er heila málið. 7. mars 2015 14:00 Hjálp! Er ég ólétt? Margar spurningar brenna á vörum unglinga í dag varðandi það hvenær kona verður ólétt og hvenær ekki. 7. apríl 2015 11:00 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Klámáhorf maka gerir mig brjálaða Lesandi spyr hvað hún eigi að gera varðandi klámáhorf 13. mars 2015 14:00
Tala unglingar við foreldra sína um kynlíf? Það var nefnilega ekki fyrr en ein stelpan hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði "maður getur ekki talað við þau því þau verða alveg brjáluð“. Þetta er heila málið. 7. mars 2015 14:00
Hjálp! Er ég ólétt? Margar spurningar brenna á vörum unglinga í dag varðandi það hvenær kona verður ólétt og hvenær ekki. 7. apríl 2015 11:00