Það eina sem við höfum fyrir víst er núið Rikka skrifar 10. apríl 2015 16:00 visir/getty Samkvæmt íslenska almanakinu styttist allverulega í sumarið þó svo að verðurguðirnir séu því ekki sammála sem stendur. Þeir hljóta þó að fara að sjá að sér og lofa okkur sem búum á eyjunni fögru að sjá til sólar innan tíðar. Við komum öll misjafnlega undan vetrinum en sjálfsagt erum við flest sammála um það að nú sé nóg komið af þessum blessaða vetri. Samkvæmt áreiðanlegum veðurspám næstu daga þurfum við þó að bíða enn um sinn. Þessi bið, biðin endalausa. Við erum alltaf að bíða eftir einhverju eða einhverjum. „Þegar lífið verður svona, þá verð ég sko hamingjusöm,“ segjum við við okkur sjálf, „Ég þoli ekki þennan vetur lengur, ég get ekki beðið eftir sumrinu, þá verð ég sko ánægður.“ Erum við þá ekki ánægð og hamingjusöm núna? Væri eitthvert vit í því að snúa þessu við, vakna á morgnana og hugsa að þú sért hamingjusöm eða hamingjusamur núna, akkúrat á þessari stundu. Ákveða það bara svona upp úr þurru og sjá hvað gerist? Kannski gerist ekki neitt en kannski gerist eitthvað stórkostlegt. Það er nefnilega svolítið magnað að ná því að vera í núinu, þó að það sé ekki nema í örstutta stund. Einbeittu þér að andardrættinum reglulega yfir daginn, hlustaðu á hann. Finnst þér ekki róandi að hlusta á lífsins takt? Þetta er núið, þú ert aldrei eins nálægt núinu og þegar þú hlustar á andardrátt með fullri athygli, hvort sem það er þinn eigin eða barnanna þinna. Taktu hverjum degi eins og hann kemur til þín, hver dagur felur í sér lítið kraftaverk en þér er það ekki sýnilegt nema þú staldrir við og sért tilbúin/n til að koma auga á það. Heilsa Tengdar fréttir Hið skipulagða líf Líður þér stundum eins og þú náir aldrei að klára nokkuð skapaðan hlut? Leggstu í rúmið á kvöldin með hausinn fullan af hugmyndum sem á eftir að koma í verk? 14. mars 2015 12:00 Hrist fram úr erminni Væri ekki dásamlegt að vakna í rólegheitum, byrja á því að fá sér ljúfan kaffibolla og skella svo í einn hristing án vandkvæða? Þetta er kjörinn morgumverður til að taka með sér út í daginn. 7. mars 2015 12:00 Óttinn rekinn á brott Stjórnar ótti þínu lífi? Fyrsta skrefið til þess að losna undan óttanum er að vera meðvitaður um það hvar hann stígur niður í þínu lífi. 1. mars 2015 10:00 Ertu alveg bensínlaus? Líður þér stundum eins og allur lífsins kraftur sé úr þér tekinn og að þú standir á krossgötum í lífinu? 21. mars 2015 12:00 Ertu að drekka eitur? Gagnrýni er daglegt brauð í samfélaginu, hún getur bæði haft uppbyggjandi áhrif og rifið niður. 8. apríl 2015 11:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Samkvæmt íslenska almanakinu styttist allverulega í sumarið þó svo að verðurguðirnir séu því ekki sammála sem stendur. Þeir hljóta þó að fara að sjá að sér og lofa okkur sem búum á eyjunni fögru að sjá til sólar innan tíðar. Við komum öll misjafnlega undan vetrinum en sjálfsagt erum við flest sammála um það að nú sé nóg komið af þessum blessaða vetri. Samkvæmt áreiðanlegum veðurspám næstu daga þurfum við þó að bíða enn um sinn. Þessi bið, biðin endalausa. Við erum alltaf að bíða eftir einhverju eða einhverjum. „Þegar lífið verður svona, þá verð ég sko hamingjusöm,“ segjum við við okkur sjálf, „Ég þoli ekki þennan vetur lengur, ég get ekki beðið eftir sumrinu, þá verð ég sko ánægður.“ Erum við þá ekki ánægð og hamingjusöm núna? Væri eitthvert vit í því að snúa þessu við, vakna á morgnana og hugsa að þú sért hamingjusöm eða hamingjusamur núna, akkúrat á þessari stundu. Ákveða það bara svona upp úr þurru og sjá hvað gerist? Kannski gerist ekki neitt en kannski gerist eitthvað stórkostlegt. Það er nefnilega svolítið magnað að ná því að vera í núinu, þó að það sé ekki nema í örstutta stund. Einbeittu þér að andardrættinum reglulega yfir daginn, hlustaðu á hann. Finnst þér ekki róandi að hlusta á lífsins takt? Þetta er núið, þú ert aldrei eins nálægt núinu og þegar þú hlustar á andardrátt með fullri athygli, hvort sem það er þinn eigin eða barnanna þinna. Taktu hverjum degi eins og hann kemur til þín, hver dagur felur í sér lítið kraftaverk en þér er það ekki sýnilegt nema þú staldrir við og sért tilbúin/n til að koma auga á það.
Heilsa Tengdar fréttir Hið skipulagða líf Líður þér stundum eins og þú náir aldrei að klára nokkuð skapaðan hlut? Leggstu í rúmið á kvöldin með hausinn fullan af hugmyndum sem á eftir að koma í verk? 14. mars 2015 12:00 Hrist fram úr erminni Væri ekki dásamlegt að vakna í rólegheitum, byrja á því að fá sér ljúfan kaffibolla og skella svo í einn hristing án vandkvæða? Þetta er kjörinn morgumverður til að taka með sér út í daginn. 7. mars 2015 12:00 Óttinn rekinn á brott Stjórnar ótti þínu lífi? Fyrsta skrefið til þess að losna undan óttanum er að vera meðvitaður um það hvar hann stígur niður í þínu lífi. 1. mars 2015 10:00 Ertu alveg bensínlaus? Líður þér stundum eins og allur lífsins kraftur sé úr þér tekinn og að þú standir á krossgötum í lífinu? 21. mars 2015 12:00 Ertu að drekka eitur? Gagnrýni er daglegt brauð í samfélaginu, hún getur bæði haft uppbyggjandi áhrif og rifið niður. 8. apríl 2015 11:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hið skipulagða líf Líður þér stundum eins og þú náir aldrei að klára nokkuð skapaðan hlut? Leggstu í rúmið á kvöldin með hausinn fullan af hugmyndum sem á eftir að koma í verk? 14. mars 2015 12:00
Hrist fram úr erminni Væri ekki dásamlegt að vakna í rólegheitum, byrja á því að fá sér ljúfan kaffibolla og skella svo í einn hristing án vandkvæða? Þetta er kjörinn morgumverður til að taka með sér út í daginn. 7. mars 2015 12:00
Óttinn rekinn á brott Stjórnar ótti þínu lífi? Fyrsta skrefið til þess að losna undan óttanum er að vera meðvitaður um það hvar hann stígur niður í þínu lífi. 1. mars 2015 10:00
Ertu alveg bensínlaus? Líður þér stundum eins og allur lífsins kraftur sé úr þér tekinn og að þú standir á krossgötum í lífinu? 21. mars 2015 12:00
Ertu að drekka eitur? Gagnrýni er daglegt brauð í samfélaginu, hún getur bæði haft uppbyggjandi áhrif og rifið niður. 8. apríl 2015 11:00