Að afrugla ríkisstjórn Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. mars 2015 07:00 Ég leit yfir pólitískar fréttir vikunnar og íhugaði að segja upp störfum. Hvernig gat ég skrifað um hluti sem ég botnaði hvorki upp né niður í? Það væri eins og að starfa sem íþróttafréttamaður sem lýsir fótboltaleik án þess að skilja reglurnar. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því að vandamálið lá ekki mín megin er ég fékk veður af óvenjulegum hvalasöng.Gaul drukknandi túbuleikara Hann gengur undir nafninu 52 og er hann sagður mest einmana hvalur hafsins. Í þrjátíu ár hefur hann synt syngjandi um Kyrrahafið í leit að félagsskap. En enginn svarar kalli hans. Ástæðan er sú að tíðni raddar hans er 52 hertz, tíðni sem aðrir hvalir skilja ekki. Söngur hvalsins uppgötvaðist fyrst árið 1989 þegar bandaríski sjóherinn vaktaði hljóðnema sem komið hafði verið fyrir á sjávarbotni til að fylgjast með sovéskum kafbátum. Söngur 52 hefur heyrst oft síðan og er hann sagður hljóma eins og draugalegt gaul drukknandi túbuleikara. En þótt sjávarlíffræðingar þekki söng 52 vel hafa þeir aldrei séð hann og ekki er vitað hverrar tegundar hann er. En senn gæti orðið breyting þar á. Nýlega hófst söfnun fyrir leiðangri til að finna hvalinn á Kickstarter, hópfjármögnunar-vefsíðu þar sem almenningur alls staðar að úr heiminum getur hjálpað til við að fjármagna hin ýmsu verkefni. Kvikmyndagerðarmenn, leikarar, vísindamenn og listamenn hafa tekið saman höndum og hyggjast nú leysa ráðgátuna um hvalinn 52 og búa til bíómynd um niðurstöðurnar. Hver er 52? Hvað er hann? Hvað er hann að segja? Skilur hann sjálfan sig? Í síðustu viku náðist takmark söfnunarátaksins, 400.000 dollarar. Ef allt gengur að óskum er þess ekki langt að bíða að söngur þessa einstæðings meðal hvala hafsins verði afruglaður.Á allt annarri bylgjulengd Íslensk stjórnvöld eru eins og hvalurinn 52. Hinir hvalirnir heyra í honum en þeir skilja ekki hvað hann segir. Varir ráðherra hreyfast en orðin hanga ekki saman. Því ríkisstjórn Íslands er á einhverri allt annarri bylgjulengd en venjulegt fólk. Þegar utanríkisráðherra túlkar eigin bréfaskriftir jafnskilmerkilega og væri hann póstmódernískur bókmenntafræðingur fastur í hringekju kastar fjármálaráðherra fram óskiljanlegum upphrópunum um að „meirihlutinn ráði“. Sjálfur ræður hann hins vegar engu heldur tekur við skipunum frá hinu óskilgetna afkvæmi þeirra Vladimir Pútín og Darth Vader sem hreiðrar um sig í Hádegismóum. Kyndilberi frjálsra viðskipta í iðnaðarráðuneytinu endurúthlutar verðmætum ríkissjóðs af miðstýrðri vinahygli og tryggir að þá ríku vanhagi ekki um neitt. Fyrrverandi innanríkisráðherra sveipar sig gæsalöppum og neitar að mæta fyrir þingnefnd til að svara fyrir „svokallað lekamál“ því hún vill bara sitja á þingi, ekki hlíta því. Sjávarútvegsráðherra læðist léttstígur með veggjum í von um að enginn verði þess var er fjölskyldusilfrið hverfur ofan í vasa þeirra sem eiga fullt, en samt aldrei nóg.Siðferðiskennd í gegnum smásjá Spurning er hvort einhver taki sig til og hryndi af stað hópfjármögnunarverkefni á Kickstarter sem miðar að því að safna fyrir leit að heilli brú í þessari ríkisstjórn. Leit að aðferð til að afrugla hana. Hver er hún, þessi ríkisstjórn? Hvað er hún? Hvað er hún að segja? Skilur hún sjálfa sig? Í leiðinni mætti svo ef til vill safna fyrir góðri smásjá svo einnig megi finna siðferðiskennd hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun
Ég leit yfir pólitískar fréttir vikunnar og íhugaði að segja upp störfum. Hvernig gat ég skrifað um hluti sem ég botnaði hvorki upp né niður í? Það væri eins og að starfa sem íþróttafréttamaður sem lýsir fótboltaleik án þess að skilja reglurnar. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því að vandamálið lá ekki mín megin er ég fékk veður af óvenjulegum hvalasöng.Gaul drukknandi túbuleikara Hann gengur undir nafninu 52 og er hann sagður mest einmana hvalur hafsins. Í þrjátíu ár hefur hann synt syngjandi um Kyrrahafið í leit að félagsskap. En enginn svarar kalli hans. Ástæðan er sú að tíðni raddar hans er 52 hertz, tíðni sem aðrir hvalir skilja ekki. Söngur hvalsins uppgötvaðist fyrst árið 1989 þegar bandaríski sjóherinn vaktaði hljóðnema sem komið hafði verið fyrir á sjávarbotni til að fylgjast með sovéskum kafbátum. Söngur 52 hefur heyrst oft síðan og er hann sagður hljóma eins og draugalegt gaul drukknandi túbuleikara. En þótt sjávarlíffræðingar þekki söng 52 vel hafa þeir aldrei séð hann og ekki er vitað hverrar tegundar hann er. En senn gæti orðið breyting þar á. Nýlega hófst söfnun fyrir leiðangri til að finna hvalinn á Kickstarter, hópfjármögnunar-vefsíðu þar sem almenningur alls staðar að úr heiminum getur hjálpað til við að fjármagna hin ýmsu verkefni. Kvikmyndagerðarmenn, leikarar, vísindamenn og listamenn hafa tekið saman höndum og hyggjast nú leysa ráðgátuna um hvalinn 52 og búa til bíómynd um niðurstöðurnar. Hver er 52? Hvað er hann? Hvað er hann að segja? Skilur hann sjálfan sig? Í síðustu viku náðist takmark söfnunarátaksins, 400.000 dollarar. Ef allt gengur að óskum er þess ekki langt að bíða að söngur þessa einstæðings meðal hvala hafsins verði afruglaður.Á allt annarri bylgjulengd Íslensk stjórnvöld eru eins og hvalurinn 52. Hinir hvalirnir heyra í honum en þeir skilja ekki hvað hann segir. Varir ráðherra hreyfast en orðin hanga ekki saman. Því ríkisstjórn Íslands er á einhverri allt annarri bylgjulengd en venjulegt fólk. Þegar utanríkisráðherra túlkar eigin bréfaskriftir jafnskilmerkilega og væri hann póstmódernískur bókmenntafræðingur fastur í hringekju kastar fjármálaráðherra fram óskiljanlegum upphrópunum um að „meirihlutinn ráði“. Sjálfur ræður hann hins vegar engu heldur tekur við skipunum frá hinu óskilgetna afkvæmi þeirra Vladimir Pútín og Darth Vader sem hreiðrar um sig í Hádegismóum. Kyndilberi frjálsra viðskipta í iðnaðarráðuneytinu endurúthlutar verðmætum ríkissjóðs af miðstýrðri vinahygli og tryggir að þá ríku vanhagi ekki um neitt. Fyrrverandi innanríkisráðherra sveipar sig gæsalöppum og neitar að mæta fyrir þingnefnd til að svara fyrir „svokallað lekamál“ því hún vill bara sitja á þingi, ekki hlíta því. Sjávarútvegsráðherra læðist léttstígur með veggjum í von um að enginn verði þess var er fjölskyldusilfrið hverfur ofan í vasa þeirra sem eiga fullt, en samt aldrei nóg.Siðferðiskennd í gegnum smásjá Spurning er hvort einhver taki sig til og hryndi af stað hópfjármögnunarverkefni á Kickstarter sem miðar að því að safna fyrir leit að heilli brú í þessari ríkisstjórn. Leit að aðferð til að afrugla hana. Hver er hún, þessi ríkisstjórn? Hvað er hún? Hvað er hún að segja? Skilur hún sjálfa sig? Í leiðinni mætti svo ef til vill safna fyrir góðri smásjá svo einnig megi finna siðferðiskennd hennar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun