Grikkir fá grænt ljós á sparnaðinn guðsteinn bjarnason skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Í gærmorgun skrapp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í heimsókn til tónskáldsins þekkta, Mikis Theodorakis. fréttablaðið/EPA Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Enn á þó eftir að staðfesta þetta samþykki í hverju ríki fyrir sig, oft með atkvæðagreiðslu í þjóðþingum. Í staðinn fá Grikkir allt að fjögurra mánaða framlengingu á efnahagsaðstoð, sem annars hefði runnið út nú um mánaðamótin næstu. Christine Legarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þó margt óljóst í áformum Grikkja. Frekari skýringar þurfi og tryggingar fyrir því að staðið verði við þessi áform. Áform Grikkja snúast einkum um að útrýma spillingu og skattaundanskotum ásamt sparnaði í ríkisrekstri. Sparnaðinum á að ná fram með því að fækka ráðuneytum úr 16 í tíu, fækka ráðgjöfum og frysta viðbótargreiðslur til æðstu embættismanna. Umfram allt á sparnaðurinn þó ekki að bitna á launum og lífeyri. Auk þessa ætla Grikkir að gera breytingar á skattkerfinu og tollum. Stofnað verður sérstakt fjármálaráð sem á að fylgjast grannt með öllum ríkisútgjöldum. Gríska stjórnin, sem komst til valda eftir stórsigur vinstriflokksins SYRIZA í þingkosningum fyrir mánuði, hefur þó þurft að gefa verulega eftir. Bæði í kosningabaráttunni og fyrst eftir stjórnarmyndun höfðu leiðtogar stjórnarinnar, þeir Alexis Tsipras forsætisráðherra og Janis Varúfakis fjármálaráðherra, uppi stór orð. Þeir kröfðust þess að allt að þriðjungur skulda gríska ríkisins yrði felldur niður og afborganir gerðar léttari svo ríkið gæti aukið útgjöld sín til að koma til móts við almenning, sem strangar niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa bitnað hart á. Lítið er eftir af þeim kröfum nú, þegar þessi málamiðlun er í höfn. Þeir sem lengst eru til vinstri í SYRIZA eru harla ósáttir og óvíst um stuðning þeirra við stjórnina. Stjórnin gerir sér líka grein fyrir að þetta er aðeins fyrsta skrefið: „Við höfum fengið nokkrar vikur,“ segir í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara eitt skref, en í réttu áttina.“ Skuldir gríska ríkisins nema nú 175 prósentum af landsframleiðslunni en frá upphafi kreppunnar hefur orðið 25 prósent samdráttur á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Grikklandi er enn í 25 prósentum. Meðal ungmenna er atvinnuleysið 50 prósent. Grikkland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Enn á þó eftir að staðfesta þetta samþykki í hverju ríki fyrir sig, oft með atkvæðagreiðslu í þjóðþingum. Í staðinn fá Grikkir allt að fjögurra mánaða framlengingu á efnahagsaðstoð, sem annars hefði runnið út nú um mánaðamótin næstu. Christine Legarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þó margt óljóst í áformum Grikkja. Frekari skýringar þurfi og tryggingar fyrir því að staðið verði við þessi áform. Áform Grikkja snúast einkum um að útrýma spillingu og skattaundanskotum ásamt sparnaði í ríkisrekstri. Sparnaðinum á að ná fram með því að fækka ráðuneytum úr 16 í tíu, fækka ráðgjöfum og frysta viðbótargreiðslur til æðstu embættismanna. Umfram allt á sparnaðurinn þó ekki að bitna á launum og lífeyri. Auk þessa ætla Grikkir að gera breytingar á skattkerfinu og tollum. Stofnað verður sérstakt fjármálaráð sem á að fylgjast grannt með öllum ríkisútgjöldum. Gríska stjórnin, sem komst til valda eftir stórsigur vinstriflokksins SYRIZA í þingkosningum fyrir mánuði, hefur þó þurft að gefa verulega eftir. Bæði í kosningabaráttunni og fyrst eftir stjórnarmyndun höfðu leiðtogar stjórnarinnar, þeir Alexis Tsipras forsætisráðherra og Janis Varúfakis fjármálaráðherra, uppi stór orð. Þeir kröfðust þess að allt að þriðjungur skulda gríska ríkisins yrði felldur niður og afborganir gerðar léttari svo ríkið gæti aukið útgjöld sín til að koma til móts við almenning, sem strangar niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa bitnað hart á. Lítið er eftir af þeim kröfum nú, þegar þessi málamiðlun er í höfn. Þeir sem lengst eru til vinstri í SYRIZA eru harla ósáttir og óvíst um stuðning þeirra við stjórnina. Stjórnin gerir sér líka grein fyrir að þetta er aðeins fyrsta skrefið: „Við höfum fengið nokkrar vikur,“ segir í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara eitt skref, en í réttu áttina.“ Skuldir gríska ríkisins nema nú 175 prósentum af landsframleiðslunni en frá upphafi kreppunnar hefur orðið 25 prósent samdráttur á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Grikklandi er enn í 25 prósentum. Meðal ungmenna er atvinnuleysið 50 prósent.
Grikkland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira