Er dans íþrótt eða listgrein? Nanna Árnadóttir skrifar 21. febrúar 2015 10:00 Vísir/Getty Þar sem ég sat og horfði á undankeppni Eurovision síðastliðinn laugardag og dáðist að kraftinum og hæfileikunum í dönsurunum sem komu þar fram, skaut upp í kollinn á mér gömlum draumi, draumi um að dansa á stóra sviðinu í sjálfri Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ég hugsa að allir dansarar eigi sér þennan draum, eða allavega þeir dansarar sem elska Eurovision eins og ég og því get ég lítið annað en samglaðst þeim dönsurum sem fara út núna með sigurlaginu og óskað þeim innilega til hamingju. Að mínu mati er dans gullfalleg og stórkostleg list sem getur gætt tónlist svo miklu lífi með því að túlka hana eða texta hennar. Dansinn getur vakið miklar tilfinningar innra með manni, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. En er hægt að segja að dans sé einungis listgrein en ekki íþrótt? Skoðum þetta frá sjónarhorni dansandi íþróttafræðingsins! - Dansarar þurfa að búa yfir gríðarlega miklum líkamlegum styrk til þess að geta framkvæmt allar þær hreyfingar sem danshöfundar leggja fyrir þá. -Dansarar þurfa að þekkja líkama sinn inn og út og þeir þurfa að geta spennt og einangrað ákveðna vöðva líkamans á meðan þeir slaka á öðrum. - Dansarar þurfa að vera kattliðugir og hafa mikið og gott jafnvægi sem og samhæfingu. - Dansarar þurfa að hafa mjög mikinn sprengikraft til þess að geta framkvæmt kraftmikil stökk og hopp. - Dansarar þurfa að búa yfir mjög mikilli tækni. - Dansarar þurfa að læra heilu rútínurnar og dansverkin á meðan þeir æfa líkamann sem er gríðarlega mikil heilaleikfimi. - Dansarar þurfa svo síðast en ekki síst að hafa gott þol, bæði loftháð þol sem er þol sem við notum þegar við hreyfum okkur í lengri tíma og loftfirrt þol sem er þol sem við notum þegar við tökum vel á því í styttri tíma eins og í sprettum. Eitt lag, eins og t.d. sigurlagið í Eurovision, er yfirleitt um þrjár mínútur. Ef dansararnir dansa allan tímann, af fullum krafti, er það nokkurn veginn eins og að taka þriggja mínútna sprett á hlaupabrettinu. Ég hef allavega aldrei komið öðruvísi út af sviði en bullandi sveitt og lafmóð! Allt þetta þurfa góðir dansarar að geta gert á sama tíma og þeir dansa í takt, sem er nú ekki eitthvað sem allir geta, þurfa að vera tignarlegir, brosa og ekki láta sjá á sér að þetta sé á nokkurn hátt líkamlega erfitt. Niðurstaða mín er því sú að góðir dansarar séu ekki síður toppíþróttamenn en listamenn. Ég hvet alla til að standa upp úr stólnum í dag eftir að þeir lesa þetta og taka sporið við uppáhaldslagið sitt, það bæði léttir lund og kemur blóðflæðinu af stað. Heilsa Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þar sem ég sat og horfði á undankeppni Eurovision síðastliðinn laugardag og dáðist að kraftinum og hæfileikunum í dönsurunum sem komu þar fram, skaut upp í kollinn á mér gömlum draumi, draumi um að dansa á stóra sviðinu í sjálfri Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ég hugsa að allir dansarar eigi sér þennan draum, eða allavega þeir dansarar sem elska Eurovision eins og ég og því get ég lítið annað en samglaðst þeim dönsurum sem fara út núna með sigurlaginu og óskað þeim innilega til hamingju. Að mínu mati er dans gullfalleg og stórkostleg list sem getur gætt tónlist svo miklu lífi með því að túlka hana eða texta hennar. Dansinn getur vakið miklar tilfinningar innra með manni, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. En er hægt að segja að dans sé einungis listgrein en ekki íþrótt? Skoðum þetta frá sjónarhorni dansandi íþróttafræðingsins! - Dansarar þurfa að búa yfir gríðarlega miklum líkamlegum styrk til þess að geta framkvæmt allar þær hreyfingar sem danshöfundar leggja fyrir þá. -Dansarar þurfa að þekkja líkama sinn inn og út og þeir þurfa að geta spennt og einangrað ákveðna vöðva líkamans á meðan þeir slaka á öðrum. - Dansarar þurfa að vera kattliðugir og hafa mikið og gott jafnvægi sem og samhæfingu. - Dansarar þurfa að hafa mjög mikinn sprengikraft til þess að geta framkvæmt kraftmikil stökk og hopp. - Dansarar þurfa að búa yfir mjög mikilli tækni. - Dansarar þurfa að læra heilu rútínurnar og dansverkin á meðan þeir æfa líkamann sem er gríðarlega mikil heilaleikfimi. - Dansarar þurfa svo síðast en ekki síst að hafa gott þol, bæði loftháð þol sem er þol sem við notum þegar við hreyfum okkur í lengri tíma og loftfirrt þol sem er þol sem við notum þegar við tökum vel á því í styttri tíma eins og í sprettum. Eitt lag, eins og t.d. sigurlagið í Eurovision, er yfirleitt um þrjár mínútur. Ef dansararnir dansa allan tímann, af fullum krafti, er það nokkurn veginn eins og að taka þriggja mínútna sprett á hlaupabrettinu. Ég hef allavega aldrei komið öðruvísi út af sviði en bullandi sveitt og lafmóð! Allt þetta þurfa góðir dansarar að geta gert á sama tíma og þeir dansa í takt, sem er nú ekki eitthvað sem allir geta, þurfa að vera tignarlegir, brosa og ekki láta sjá á sér að þetta sé á nokkurn hátt líkamlega erfitt. Niðurstaða mín er því sú að góðir dansarar séu ekki síður toppíþróttamenn en listamenn. Ég hvet alla til að standa upp úr stólnum í dag eftir að þeir lesa þetta og taka sporið við uppáhaldslagið sitt, það bæði léttir lund og kemur blóðflæðinu af stað.
Heilsa Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira