Kýldu vömbina, vinur Sara McMahon skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Nú skal sko kýla vömbina! Landsmenn átu margir á sig gat af gómsætum rjómabollum í gær. Í dag er sprengidagur og þá skal torga ógrynnum öllum af saltkjöti og baunum, eða allt þar til maður stendur á blístri og getur sig hvergi hreyft sökum seddu. Á morgun rennur svo upp öskudagur og þá mun ungviðið klæðast grímubúningum, lalla syngjandi á milli verslana og hljóta sælgæti að launum. Það er ekki aðeins hér á landi sem haldið er upp á sprengidaginn; hann er haldinn hátíðlegur víða um heim og undir ýmsum nöfnum. Á frönsku kallast dagurinn mardi gras og í Brasilíu halda heimamenn hina annáluðu kjötkveðjuhátíð. Sem sagt: þrír dagar af ofáti áður en fastan gengur í garð, en langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og samkvæmt kristinni hefð má ekki neyta kjöts aftur fyrr en á páskum. Líklega eru þeir fáir (ef nokkrir) Íslendingarnir sem enn halda í heiðri þá hefð að leggja sér ekki kjöt til munns á meðan á föstunni stendur. En flest tökum við þátt í því allsnægtaborði sem á undan fer, enda miklu skemmtilegra að dekra við sig en hitt. Og hví ekki að dekra sig ögn, svona fyrst við getum það á annað borð? Um helgina minntu sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic og United Nations World Food Programme, samtök sem berjast gegn hungri í heiminum (hægt er að leggja málstaðnum lið með fjárframlögum á heimasíðu samtakanna), á að um 805 milljónir manna glíma enn við hungur. Höfum það hugfast er við setjumst að snæðingi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Sprengidagur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór
Nú skal sko kýla vömbina! Landsmenn átu margir á sig gat af gómsætum rjómabollum í gær. Í dag er sprengidagur og þá skal torga ógrynnum öllum af saltkjöti og baunum, eða allt þar til maður stendur á blístri og getur sig hvergi hreyft sökum seddu. Á morgun rennur svo upp öskudagur og þá mun ungviðið klæðast grímubúningum, lalla syngjandi á milli verslana og hljóta sælgæti að launum. Það er ekki aðeins hér á landi sem haldið er upp á sprengidaginn; hann er haldinn hátíðlegur víða um heim og undir ýmsum nöfnum. Á frönsku kallast dagurinn mardi gras og í Brasilíu halda heimamenn hina annáluðu kjötkveðjuhátíð. Sem sagt: þrír dagar af ofáti áður en fastan gengur í garð, en langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og samkvæmt kristinni hefð má ekki neyta kjöts aftur fyrr en á páskum. Líklega eru þeir fáir (ef nokkrir) Íslendingarnir sem enn halda í heiðri þá hefð að leggja sér ekki kjöt til munns á meðan á föstunni stendur. En flest tökum við þátt í því allsnægtaborði sem á undan fer, enda miklu skemmtilegra að dekra við sig en hitt. Og hví ekki að dekra sig ögn, svona fyrst við getum það á annað borð? Um helgina minntu sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic og United Nations World Food Programme, samtök sem berjast gegn hungri í heiminum (hægt er að leggja málstaðnum lið með fjárframlögum á heimasíðu samtakanna), á að um 805 milljónir manna glíma enn við hungur. Höfum það hugfast er við setjumst að snæðingi í dag.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun