Bannað börnum Atli Fannar Bjarkason skrifar 5. febrúar 2015 12:00 Stundum velti ég fyrir mér hvers konar samfélagi við búum í. Hvort hér gildi einhver lög og hvort þeim sé yfirhöfuð framfylgt. Alls konar glæpir fá að viðgangast beint fyrir framan nefin á okkur og stundum fyllist ég vonleysi yfir ráðleysinu sem virðist einkenna viðbrögð stjórnvalda. Á meðan hver stofnunin á fætur annarri bregst trausti almennings er gott að vita af því að fjölmiðlanefnd stendur í lappirnar gagnvart ofríkinu. Á vef nefndarinnar kemur fram að á fundi sínum í vikunni hafi verið tekin ákvörðun í erfiðu máli. Ríkissjónvarpið hafði brugðist trausti almennings með því að sýna kvikmyndina Goldeneye, um ævintýri breska njósnarans James Bond, klukkan 20.55 – rúmlega klukkustund áður en heimilt er að sýna efni sem bannað er börnum í línulegri dagskrá í sjónvarpi. Kvikmyndin var auðkennd með gulu merki sem þýðir að myndin var ekki talin við hæfi barna yngri en 12 ára. Lög voru brotin. Skiljanlega brást almenningur ókvæða við sýningu myndarinnar. Samfélagsmiðlar loguðu og við munum öll eftir fjölmennum mótmælum fyrir utan Ríkisútvarpið. Þar veifaði fólk gulum fánum og endurtók setninguna: „Að horfa á myndband er góð skemmtun. Þessi kvikmynd var bönnuð börnum yngri en 12 ára!“ Þrátt fyrir einbeittan brotavilja hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar, hvorki útvarpsstjóri né menntamálaráðherra. Dagskrárstjóri situr líka enn og til stendur að framleiða enn eina myndina um blóðþyrstan njósnara hennar hátignar. Á tímum sem þessum er gott að vita af Fjölmiðlanefnd sem rækir mikilvægt öryggishlutverk sitt og sér til þess að börn okkar eru óhult. Ljóst er að æska landsins varð fyrir óafturkræfum skaða vegna ósvífni Ríkisútvarpsins, sem harmaði þó mistökin sem leiddu til þess að kvikmyndin var sýnd umrætt kvöld, klukkustund áður en lög gera ráð fyrir. Og þótt Fjölmiðlanefnd hafi fallið frá sektarákvörðun í málinu má vera ljóst að RÚV hefur ekki efni á að gera sömu mistök aftur. Við verðum að hugsa um börnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Stundum velti ég fyrir mér hvers konar samfélagi við búum í. Hvort hér gildi einhver lög og hvort þeim sé yfirhöfuð framfylgt. Alls konar glæpir fá að viðgangast beint fyrir framan nefin á okkur og stundum fyllist ég vonleysi yfir ráðleysinu sem virðist einkenna viðbrögð stjórnvalda. Á meðan hver stofnunin á fætur annarri bregst trausti almennings er gott að vita af því að fjölmiðlanefnd stendur í lappirnar gagnvart ofríkinu. Á vef nefndarinnar kemur fram að á fundi sínum í vikunni hafi verið tekin ákvörðun í erfiðu máli. Ríkissjónvarpið hafði brugðist trausti almennings með því að sýna kvikmyndina Goldeneye, um ævintýri breska njósnarans James Bond, klukkan 20.55 – rúmlega klukkustund áður en heimilt er að sýna efni sem bannað er börnum í línulegri dagskrá í sjónvarpi. Kvikmyndin var auðkennd með gulu merki sem þýðir að myndin var ekki talin við hæfi barna yngri en 12 ára. Lög voru brotin. Skiljanlega brást almenningur ókvæða við sýningu myndarinnar. Samfélagsmiðlar loguðu og við munum öll eftir fjölmennum mótmælum fyrir utan Ríkisútvarpið. Þar veifaði fólk gulum fánum og endurtók setninguna: „Að horfa á myndband er góð skemmtun. Þessi kvikmynd var bönnuð börnum yngri en 12 ára!“ Þrátt fyrir einbeittan brotavilja hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar, hvorki útvarpsstjóri né menntamálaráðherra. Dagskrárstjóri situr líka enn og til stendur að framleiða enn eina myndina um blóðþyrstan njósnara hennar hátignar. Á tímum sem þessum er gott að vita af Fjölmiðlanefnd sem rækir mikilvægt öryggishlutverk sitt og sér til þess að börn okkar eru óhult. Ljóst er að æska landsins varð fyrir óafturkræfum skaða vegna ósvífni Ríkisútvarpsins, sem harmaði þó mistökin sem leiddu til þess að kvikmyndin var sýnd umrætt kvöld, klukkustund áður en lög gera ráð fyrir. Og þótt Fjölmiðlanefnd hafi fallið frá sektarákvörðun í málinu má vera ljóst að RÚV hefur ekki efni á að gera sömu mistök aftur. Við verðum að hugsa um börnin.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun