Ég fer í (vel skipulagt) fríið Sara McMahon skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Í upphafi hvers nýs árs fer eitthvað að gerjast innra með mér; Einhver þörf fyrir því að skipuleggja frí og ferðalög í þaula – alveg niður í minnstu smáeindir. Uppkast að sumarfríinu 2015 situr svo gott sem tilbúið á skrifborðinu heima og Word-skjöl með upplýsingum, umsögnum og heimilisföngum gistiheimila og veitingastaða má finna í möppu í tölvunni minni. Að auki hef ég punktað hjá mér hvers kyns afþreyingu sem í boði eru á hverjum stað. Mér nægir ekki að gera bara áætlun um allt sem viðkemur gistingu og skemmtun áður en ég held af stað í fríið – mér liggur líka á að hafa samband við fólk sem ég þekki svo við getum sammælst um stefnumót. Það er næsta víst að maður nái fólki ef maður skipuleggur fundinn marga mánuði fram í tímann. Þið þekkið þetta öll, það á að grípa gæsina á meðan hún gefst! Ferðafélagarnir taka misvel í þessa áráttu mína. Sumum álíka vel skipulögðum einstaklingum þykir þetta hið besta mál á meðan öðrum finnst ég setja þeim helst til of miklar skorður í fríinu. Þeir einstaklingar hafa engan skilning á þeim mörgu kostum sem fylgja því að vera búinn að ganga frá borðapöntun sex mánuði fram í tímann. Ég viðurkenni þó fúslega að ég skil röksemdafærslu þeirra. Það er vissulega lítið svigrúm fyrir hvatvísi þegar maður þarf að halda ströngu prógrammi. Einmitt þess vegna hef ákveðið að leyfa hvatvísinni að vera hluti af „programmet“ í sumar og hef tekið frá nokkra daga þar sem framhleypnin fær að vera við völd. Við sjáum svo hvernig það fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun
Í upphafi hvers nýs árs fer eitthvað að gerjast innra með mér; Einhver þörf fyrir því að skipuleggja frí og ferðalög í þaula – alveg niður í minnstu smáeindir. Uppkast að sumarfríinu 2015 situr svo gott sem tilbúið á skrifborðinu heima og Word-skjöl með upplýsingum, umsögnum og heimilisföngum gistiheimila og veitingastaða má finna í möppu í tölvunni minni. Að auki hef ég punktað hjá mér hvers kyns afþreyingu sem í boði eru á hverjum stað. Mér nægir ekki að gera bara áætlun um allt sem viðkemur gistingu og skemmtun áður en ég held af stað í fríið – mér liggur líka á að hafa samband við fólk sem ég þekki svo við getum sammælst um stefnumót. Það er næsta víst að maður nái fólki ef maður skipuleggur fundinn marga mánuði fram í tímann. Þið þekkið þetta öll, það á að grípa gæsina á meðan hún gefst! Ferðafélagarnir taka misvel í þessa áráttu mína. Sumum álíka vel skipulögðum einstaklingum þykir þetta hið besta mál á meðan öðrum finnst ég setja þeim helst til of miklar skorður í fríinu. Þeir einstaklingar hafa engan skilning á þeim mörgu kostum sem fylgja því að vera búinn að ganga frá borðapöntun sex mánuði fram í tímann. Ég viðurkenni þó fúslega að ég skil röksemdafærslu þeirra. Það er vissulega lítið svigrúm fyrir hvatvísi þegar maður þarf að halda ströngu prógrammi. Einmitt þess vegna hef ákveðið að leyfa hvatvísinni að vera hluti af „programmet“ í sumar og hef tekið frá nokkra daga þar sem framhleypnin fær að vera við völd. Við sjáum svo hvernig það fer.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun