Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja guðsteinn bjarnason skrifar 3. febrúar 2015 08:00 Janis Varúfakis. Fjármálaráðherra nýju grísku stjórnarinnar hélt í gær á fund George Osborne, hins breska starfsbróður síns, í Downing-stræti númer ellefu. fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref. Grikkland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref.
Grikkland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira