Engin Bermúdaskál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2015 12:00 Á sunnudaginn munu Bandaríkjamenn borða og borða og svo borða aðeins meira. Meira en á jólunum, meira en á gamlárskvöld og meira en á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 4. júlí. Raunar eru margir vestanhafs sem líta á fyrsta sunnudag í febrúar sem hinn eina sanna þjóðhátíðardag. Dömur mínar og herrar, það er komið að Superbowl Sunday. Sem fyrrverandi tengdasonur Bandaríkjanna bíð ég spenntur eftir sunnudeginum og ekki spillir fyrir að strákarnir mínir í Seattle Seahawks, sem eru ríkjandi meistarar, verða í eldlínunni í Phoenix. Seahawks komst einmitt í úrslit Superbowl í fyrsta sinn árið 2006, fyrsta árið sem ég bjó í Seattle, og var magnað að upplifa þá stemningu sem myndaðist í borginni vikurnar á undan þegar liðið náði hverjum áfanganum á fætur öðrum. Ólíkt flestum öðrum íþróttaviðburðum í sjónvarpi mæta allir í partí óháð íþróttaáhuga. Fjórir tímar af fótbolta, kræsingum, félagsskap og auglýsingum. Auglýsingar brjóta nefnilega upp amerískar íþróttir, og reyndar annað sjónvarpsefni í tíma og ótíma, sem skemmtir fæstum. Nema í tilfelli Superbowl. Barist er um auglýsingapláss og fyrir vikið leggja fyrirtæki mikið á sig að gera sem flottastar auglýsingar sem yfirleitt eru um leið þrælskemmtilegar. Sjálfur mun ég eðlilega klæða mig í Seahawks-treyjuna, henda í kjúklingavængi með alls konar sósum, sötra úrvalsbjór og troða í mig Skittles til heiðurs Marshawn Lynch, einni af hetjum Seahawks í skrautlegri kantinum. Sá svaraði öllum spurningum á opnum fundi með blaðamönnum í vikunni á sama veg: „Ég er bara hérna svo ég verði ekki sektaður.“ NFL-deildin krefst þess að leikmenn hitti blaðamenn í aðdraganda leiksins. Það eru ekki síst hetjusögurnar sem gera amerískar íþróttir svo skemmtilegar. Mennirnir sem aldrei þóttu sérstaklega líklegir en ná svo hæstu hæðum. Það verður tilfellið hvort sem Tom Brady eða Russell Wilson, sem báðir komu bakdyramegin inn í leiðtogahlutverk sín á sínum tíma, leiða sveit sína til sigurs á sunnudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Á sunnudaginn munu Bandaríkjamenn borða og borða og svo borða aðeins meira. Meira en á jólunum, meira en á gamlárskvöld og meira en á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 4. júlí. Raunar eru margir vestanhafs sem líta á fyrsta sunnudag í febrúar sem hinn eina sanna þjóðhátíðardag. Dömur mínar og herrar, það er komið að Superbowl Sunday. Sem fyrrverandi tengdasonur Bandaríkjanna bíð ég spenntur eftir sunnudeginum og ekki spillir fyrir að strákarnir mínir í Seattle Seahawks, sem eru ríkjandi meistarar, verða í eldlínunni í Phoenix. Seahawks komst einmitt í úrslit Superbowl í fyrsta sinn árið 2006, fyrsta árið sem ég bjó í Seattle, og var magnað að upplifa þá stemningu sem myndaðist í borginni vikurnar á undan þegar liðið náði hverjum áfanganum á fætur öðrum. Ólíkt flestum öðrum íþróttaviðburðum í sjónvarpi mæta allir í partí óháð íþróttaáhuga. Fjórir tímar af fótbolta, kræsingum, félagsskap og auglýsingum. Auglýsingar brjóta nefnilega upp amerískar íþróttir, og reyndar annað sjónvarpsefni í tíma og ótíma, sem skemmtir fæstum. Nema í tilfelli Superbowl. Barist er um auglýsingapláss og fyrir vikið leggja fyrirtæki mikið á sig að gera sem flottastar auglýsingar sem yfirleitt eru um leið þrælskemmtilegar. Sjálfur mun ég eðlilega klæða mig í Seahawks-treyjuna, henda í kjúklingavængi með alls konar sósum, sötra úrvalsbjór og troða í mig Skittles til heiðurs Marshawn Lynch, einni af hetjum Seahawks í skrautlegri kantinum. Sá svaraði öllum spurningum á opnum fundi með blaðamönnum í vikunni á sama veg: „Ég er bara hérna svo ég verði ekki sektaður.“ NFL-deildin krefst þess að leikmenn hitti blaðamenn í aðdraganda leiksins. Það eru ekki síst hetjusögurnar sem gera amerískar íþróttir svo skemmtilegar. Mennirnir sem aldrei þóttu sérstaklega líklegir en ná svo hæstu hæðum. Það verður tilfellið hvort sem Tom Brady eða Russell Wilson, sem báðir komu bakdyramegin inn í leiðtogahlutverk sín á sínum tíma, leiða sveit sína til sigurs á sunnudaginn.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun