Olíudraumur að baki Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. janúar 2015 00:01 Við Grænland. Grænlendingar vonuðust til að olía og málmar myndu færa þeim milljarða í tekjur. Fréttablaðið/Vilhelm Danska fyrirtækið Maersk Oil hefur ákveðið að bíða með ákvörðun um að bora eftir olíu undan strönd Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna áætlar að allt að 50 milljarðar fata af olíu og gasi kunni að finnast í landgrunninu utan við Grænland. Olíurisarnir BP, Shell og Statoil hafa tekið þátt í leitinni að olíu auk Cairn Energy en árangur hefur verið lítill, að því er segir á vef Dagens Industri. London Mining var með áætlun um að grafa eftir járnmálmi fyrir norðan Nuuk en verðfall á málmi og ebóla meðal námumanna á vegum fyrirtækisins í Síerra Leóne kom því á kné. Grænlendingar vonuðust til þess að þegar tekjur af olíu færu að streyma inn væri hægt að hefja viðræður við Dani um sjálfstæði. Andreas Uldum, fjármála- og auðlindaráðherra Grænlands, segir draumana um milljarðatekjur barnalega. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir honum að þegar hann var kjörinn á þing, sem var árið 2009, hafi hann talið að milljarðatekjur af olíu- og málmvinnslu færu að streyma inn eftir eitt eða tvö ár. Sú hafi ekki orðið raunin. Hann segist ekki vita um neinn grænlenskan stjórnmálamann sem viðurkenni ekki að hafa átt þátt í að byggja upp loftkastala. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska fyrirtækið Maersk Oil hefur ákveðið að bíða með ákvörðun um að bora eftir olíu undan strönd Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna áætlar að allt að 50 milljarðar fata af olíu og gasi kunni að finnast í landgrunninu utan við Grænland. Olíurisarnir BP, Shell og Statoil hafa tekið þátt í leitinni að olíu auk Cairn Energy en árangur hefur verið lítill, að því er segir á vef Dagens Industri. London Mining var með áætlun um að grafa eftir járnmálmi fyrir norðan Nuuk en verðfall á málmi og ebóla meðal námumanna á vegum fyrirtækisins í Síerra Leóne kom því á kné. Grænlendingar vonuðust til þess að þegar tekjur af olíu færu að streyma inn væri hægt að hefja viðræður við Dani um sjálfstæði. Andreas Uldum, fjármála- og auðlindaráðherra Grænlands, segir draumana um milljarðatekjur barnalega. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir honum að þegar hann var kjörinn á þing, sem var árið 2009, hafi hann talið að milljarðatekjur af olíu- og málmvinnslu færu að streyma inn eftir eitt eða tvö ár. Sú hafi ekki orðið raunin. Hann segist ekki vita um neinn grænlenskan stjórnmálamann sem viðurkenni ekki að hafa átt þátt í að byggja upp loftkastala.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent