Meiri mannúð Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Fjöldamorðin á ritstjórnarskrifstofum skopmyndatímaritsins Charlie Hebdo voru hryðjuverk. Tólf manns létust og ellefu særðust. Á meðal hinna látnu voru ritstjórinn, þekktir skopmyndateiknarar og tveir lögreglumenn. Charlie Hebdo er vikulegt satírutímarit sem komið hefur út í áraraðir í Frakklandi. Blaðamenn Hebdo gerðu grín að öllu; stjórnmálamönnum, viðskiptajöfrum, leiðtogum í hernum, persónum úr sögunni, trúarleiðtogum og trúarfígúrum. Myndir blaðsins hafa oftar en ekki verið umdeildar og var árásin á skrifstofur blaðsins í fyrradag ekki sú fyrsta. Allir helstu þjóðarleiðtogar heims hafa fordæmt árásina og hampað tjáningarfrelsinu sem ekki megi gefa eftir þrátt fyrir þennan harmleik. Sumarið 2011 stóð Evrópa á öndinni í svipuðum aðstæðum. Anders Bering Breivik hafði framið viðurstyggileg fjöldamorð á ungmennum í eyjunni Útey í Noregi. Um var að ræða útrýmingartilraun, réttlætta með þjóðernishyggju, sem átti að hafa áhrif á þarlend stjórnvöld til breytingar á stjórnarháttum í innflytjendamálum. Heimurinn beið viðbragða norskra stjórnvalda, svara við gegndarlausu og óskiljanlegu ofbeldi sem kostaði tugi ungmenna lífið. Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, brást við með því að segja: „Enn meira lýðræði, enn meiri mannúð,“ og bætti síðar við, „aldrei grunnhyggni“. Noregur brást við voðaverkunum með ást og kærleika. Með samstöðu og ákvörðun um að hið illa sem sigraði í orrustu þennan eina sumardag myndi ekki verða ofan á. Tilraun Breivik misheppnaðist. Tíu árum fyrr hafði mannkynið horft á þveröfug viðbrögð Bandaríkjamanna við árásinni á tvíburaturnana. Hart var látið mæta hörðu og hefur heimsbyggðin ekki enn bitið úr nálinni með þá ákvörðun. Árásirnar voru notaðar sem réttlæting á tveimur innrásum svo ekki sé minnst á hin ýmsu grimmdarverk, pyntingar og ofsóknir gegn múslimum sem kaldhæðnislega voru flest framin í nafni þess að vernda vestræn gildi og menningu. Við lifum á viðsjárverðum tímum. Víðs vegar í Evrópu hefur vaxandi andstaða við fjölmenningarsamfélög gert vart við sig, þar á meðal hér á Íslandi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Hætt er við því að árásin á Hebdo muni virka sem vatn á myllu þeirra sem ala á tortryggni í garð innflytjenda og þeirra sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Þess hefur þegar orðið vart, til dæmis í orðum Marine Le Pen, leiðtoga franska flokksins Front National, sem varpaði fram þeirri skoðun sinni á Twitter í kjölfar árásarinnar að taka bæri upp dauðarefsingu að nýju í landinu. Í því samhengi má ekki gleyma að árásin í fyrradag var framin af þremur öfgamönnum. Skoðanir þeirra endurspegla ekki á nokkurn hátt skoðanir meginþorra þeirra 1.600 milljóna einstaklinga sem aðhyllast íslam. Sá stóri massi hefur ekkert til saka unnið og á ekki skilið að atburðir gærdagsins séu notaðir til að réttlæta fordóma, niðurlægingu eða hvers kyns ofsóknir. Það að geta ekki greint á milli örfárra öfgamanna og heilla trúarbragða ber vott um þá grunnhyggni sem Stoltenberg varaði við í kjölfar morðanna í Útey. Og nú er jafn brýnt að svara illsku ekki með mannvonsku og hatri – heldur með ást og kærleika. Aðeins þannig getum við sýnt öfgamönnum heimsins að aðgerðir þeirra hafi ekki tilætluð áhrif. Enn meira lýðræði – enn meiri mannúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlie Hebdo Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Fjöldamorðin á ritstjórnarskrifstofum skopmyndatímaritsins Charlie Hebdo voru hryðjuverk. Tólf manns létust og ellefu særðust. Á meðal hinna látnu voru ritstjórinn, þekktir skopmyndateiknarar og tveir lögreglumenn. Charlie Hebdo er vikulegt satírutímarit sem komið hefur út í áraraðir í Frakklandi. Blaðamenn Hebdo gerðu grín að öllu; stjórnmálamönnum, viðskiptajöfrum, leiðtogum í hernum, persónum úr sögunni, trúarleiðtogum og trúarfígúrum. Myndir blaðsins hafa oftar en ekki verið umdeildar og var árásin á skrifstofur blaðsins í fyrradag ekki sú fyrsta. Allir helstu þjóðarleiðtogar heims hafa fordæmt árásina og hampað tjáningarfrelsinu sem ekki megi gefa eftir þrátt fyrir þennan harmleik. Sumarið 2011 stóð Evrópa á öndinni í svipuðum aðstæðum. Anders Bering Breivik hafði framið viðurstyggileg fjöldamorð á ungmennum í eyjunni Útey í Noregi. Um var að ræða útrýmingartilraun, réttlætta með þjóðernishyggju, sem átti að hafa áhrif á þarlend stjórnvöld til breytingar á stjórnarháttum í innflytjendamálum. Heimurinn beið viðbragða norskra stjórnvalda, svara við gegndarlausu og óskiljanlegu ofbeldi sem kostaði tugi ungmenna lífið. Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, brást við með því að segja: „Enn meira lýðræði, enn meiri mannúð,“ og bætti síðar við, „aldrei grunnhyggni“. Noregur brást við voðaverkunum með ást og kærleika. Með samstöðu og ákvörðun um að hið illa sem sigraði í orrustu þennan eina sumardag myndi ekki verða ofan á. Tilraun Breivik misheppnaðist. Tíu árum fyrr hafði mannkynið horft á þveröfug viðbrögð Bandaríkjamanna við árásinni á tvíburaturnana. Hart var látið mæta hörðu og hefur heimsbyggðin ekki enn bitið úr nálinni með þá ákvörðun. Árásirnar voru notaðar sem réttlæting á tveimur innrásum svo ekki sé minnst á hin ýmsu grimmdarverk, pyntingar og ofsóknir gegn múslimum sem kaldhæðnislega voru flest framin í nafni þess að vernda vestræn gildi og menningu. Við lifum á viðsjárverðum tímum. Víðs vegar í Evrópu hefur vaxandi andstaða við fjölmenningarsamfélög gert vart við sig, þar á meðal hér á Íslandi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Hætt er við því að árásin á Hebdo muni virka sem vatn á myllu þeirra sem ala á tortryggni í garð innflytjenda og þeirra sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Þess hefur þegar orðið vart, til dæmis í orðum Marine Le Pen, leiðtoga franska flokksins Front National, sem varpaði fram þeirri skoðun sinni á Twitter í kjölfar árásarinnar að taka bæri upp dauðarefsingu að nýju í landinu. Í því samhengi má ekki gleyma að árásin í fyrradag var framin af þremur öfgamönnum. Skoðanir þeirra endurspegla ekki á nokkurn hátt skoðanir meginþorra þeirra 1.600 milljóna einstaklinga sem aðhyllast íslam. Sá stóri massi hefur ekkert til saka unnið og á ekki skilið að atburðir gærdagsins séu notaðir til að réttlæta fordóma, niðurlægingu eða hvers kyns ofsóknir. Það að geta ekki greint á milli örfárra öfgamanna og heilla trúarbragða ber vott um þá grunnhyggni sem Stoltenberg varaði við í kjölfar morðanna í Útey. Og nú er jafn brýnt að svara illsku ekki með mannvonsku og hatri – heldur með ást og kærleika. Aðeins þannig getum við sýnt öfgamönnum heimsins að aðgerðir þeirra hafi ekki tilætluð áhrif. Enn meira lýðræði – enn meiri mannúð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun