Samvisku skotið upp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2015 07:00 Ég var búin að gíra mig upp í reiðilestur yfir réttlætiskórnum sem gubbar einradda vandlætingu með reglulegu millibili. Þessa dagana snýst það um flugeldasölu. Maður er nefnilega bæði hjartalaus og gráðugur ef maður kaupir ekki flugelda af björgunarsveitinni. Ýmsar ástæður geta búið að baki slíkum „svikum“. Kannski vill fólk styrkja aðra starfsemi. Til dæmis hjartveik börn eða íþróttafélög sem hafa bókstaflega alið upp stóran hluta æskunnar. Aðrir eru kannski skítblankir og kaupa það ódýrasta. Einhverjir eru hreinlega gráðugir. Í flugelda. Só? Svo hætti ég alveg við að tuða þegar ég sá veðurspána. Fólk gæti líka misskilið mig og haldið að ég sé ekki #teambjörgunarsveit og beri ekki virðingu fyrir björgunarsveitarfólki. Sem ég sannarlega geri. Er eiginlega heilluð og kikna svolítið í hnjánum. Þessar hetjur eru mesta prýði þjóðarsálarinnar. Einmitt þess vegna ætti tilvera þeirra og búnaður að vera tryggður með traustum fjárframlögum ríkisins í stað þess að nudda fólki upp úr samviskubiti. Kannski er ég bara ein af þeim. Með samviskubit. Ég ætla að kaupa flugelda á helmingsafslætti því sonur minn er með sprengiveikina og mig langar að kaupa rosa mikið og gleðja hann. Svo borðaði ég mjög mikið af svínakjöti um jólin þrátt fyrir hræðilegan aðbúnað svína. Ég hef ekki hækkað framlag mitt til Krabbameinsfélagsins í sjö ár. Ég skelli stundum mjólkurfernu ofan í almenna ruslið og kaupi alltaf plastpoka í búðum. Síðustu daga hef ég hneykslast yfir fáránlega stórum jólagjöfum annarra foreldra en mun sjálf þurfa að biðja um raðgreiðslur á Visa um mánaðamótin. Ég er samt hvorki hjartalaus né gráðug. Fæst okkar eru það. Við erum bara venjuleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Ég var búin að gíra mig upp í reiðilestur yfir réttlætiskórnum sem gubbar einradda vandlætingu með reglulegu millibili. Þessa dagana snýst það um flugeldasölu. Maður er nefnilega bæði hjartalaus og gráðugur ef maður kaupir ekki flugelda af björgunarsveitinni. Ýmsar ástæður geta búið að baki slíkum „svikum“. Kannski vill fólk styrkja aðra starfsemi. Til dæmis hjartveik börn eða íþróttafélög sem hafa bókstaflega alið upp stóran hluta æskunnar. Aðrir eru kannski skítblankir og kaupa það ódýrasta. Einhverjir eru hreinlega gráðugir. Í flugelda. Só? Svo hætti ég alveg við að tuða þegar ég sá veðurspána. Fólk gæti líka misskilið mig og haldið að ég sé ekki #teambjörgunarsveit og beri ekki virðingu fyrir björgunarsveitarfólki. Sem ég sannarlega geri. Er eiginlega heilluð og kikna svolítið í hnjánum. Þessar hetjur eru mesta prýði þjóðarsálarinnar. Einmitt þess vegna ætti tilvera þeirra og búnaður að vera tryggður með traustum fjárframlögum ríkisins í stað þess að nudda fólki upp úr samviskubiti. Kannski er ég bara ein af þeim. Með samviskubit. Ég ætla að kaupa flugelda á helmingsafslætti því sonur minn er með sprengiveikina og mig langar að kaupa rosa mikið og gleðja hann. Svo borðaði ég mjög mikið af svínakjöti um jólin þrátt fyrir hræðilegan aðbúnað svína. Ég hef ekki hækkað framlag mitt til Krabbameinsfélagsins í sjö ár. Ég skelli stundum mjólkurfernu ofan í almenna ruslið og kaupi alltaf plastpoka í búðum. Síðustu daga hef ég hneykslast yfir fáránlega stórum jólagjöfum annarra foreldra en mun sjálf þurfa að biðja um raðgreiðslur á Visa um mánaðamótin. Ég er samt hvorki hjartalaus né gráðug. Fæst okkar eru það. Við erum bara venjuleg.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun