Stephen Nielsen, markvörður Eyjamanna, er kominn með íslenskan ríkisborgararétt en þetta kemur fram á vef Alþingis.
Nielsen kom til landsins fyrir nokkrum árum og sló algjörlega í gegn hjá liði Vals. Hann á íslenska eiginkonu og er í dag orðinn Íslendingur.
Nielsen hefur leikið vel með ÍBV í Olís-deildinni í vetur og gæti jafnvel átt framíðina fyrir sér í íslenska landsliðinu. Hann er fæddur árið 1985 í Danmörku.
Hann kemur aftur á móti ekki til greina í landsliðshópinn fyrir EM í Póllandi í janúar en Aron Kristjánsson er nú þegar búinn að tilkynna inn 28 manna hóp.
Stephen Nielsen kominn með íslenskan ríkisborgararétt
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti


Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn