Fráfarandi forstjóri Volkswagen á launum út næsta ár Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 11:13 Martin Winterkorn. Martin Winterkorn sem steig úr stóri forstjóra Volkswagen í kjölfar dísilvélasvindlsins verður á fullum launum út næsta ár þrátt fyrir að hafa hætt störfum fyrr á árinu. Það er skýring á þessu hjá Volkswagen, því ef fyrirtækið hefði rekið forstjórann og hann ekki hætt sjálfviljugur hefði Volkswagen þurft að punga út mun hærri fjárhæðum en sem nemur launum hans út næsta ár. Hann fær að auki lífeyrisgreiðslur uppá 4 milljarða króna. Laun hans á síðasta ári námu alls 2.250 milljónum króna og var hann með því hæst launaði forstjóri Þýskalands. Forsvarsmenn Volkswagen eru mjög ánægðir með það að Winterkorn hafi kosið að fara þessa leið og sparað með því fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir og með því er brotthvarf hans átakaminna og reisn hans meiri fyrir vikið. Martin Winterkorn er orðinn 68 ára gamall og hann þarf líklega ekki að kvíða ellinni, að minnsta kosti ekki fjárhagslega. Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent
Martin Winterkorn sem steig úr stóri forstjóra Volkswagen í kjölfar dísilvélasvindlsins verður á fullum launum út næsta ár þrátt fyrir að hafa hætt störfum fyrr á árinu. Það er skýring á þessu hjá Volkswagen, því ef fyrirtækið hefði rekið forstjórann og hann ekki hætt sjálfviljugur hefði Volkswagen þurft að punga út mun hærri fjárhæðum en sem nemur launum hans út næsta ár. Hann fær að auki lífeyrisgreiðslur uppá 4 milljarða króna. Laun hans á síðasta ári námu alls 2.250 milljónum króna og var hann með því hæst launaði forstjóri Þýskalands. Forsvarsmenn Volkswagen eru mjög ánægðir með það að Winterkorn hafi kosið að fara þessa leið og sparað með því fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir og með því er brotthvarf hans átakaminna og reisn hans meiri fyrir vikið. Martin Winterkorn er orðinn 68 ára gamall og hann þarf líklega ekki að kvíða ellinni, að minnsta kosti ekki fjárhagslega.
Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent