Guðbjörg aftur til Djurgården Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2015 16:49 Guðbjörg er byrjunarliðsmarkvörður íslenska landsliðsins. vísir/getty Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er gengin í raðir Djurgården í Svíþjóð öðru sinni en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Guðbjörg kemur til Svíþjóðar frá norska liðinu Lilleström, en með því varð íslenski landsliðsmarkvörðurinn bæði Noregs- og bikarmeistari í ár. „Auk þess að vera frábær markvörður er Guðbjörg mikill baráttuhundur. Hún hefur öðlast mikla reynslu og verður frábær viðbót fyrir okkur í úrvalsdeildinni,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Christian Kinnunen. Guðbjörg þekkir vel til hjá Djurgården en hún spilaði með liðinu í fjögur ár frá 2009-2012 á fyrstu árum sínum í atvinnumennsku. Hún nú þegar að baki 81 leik fyrir félagið.Happy to announce my comeback to Djurgården and Damallsvenskan. Looking forward to this new challenge in my career!@DIFDam@DIF_Fotboll — Gudbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) December 21, 2015 Djurgården spilaði í næst efstu deild á síðustu leiktíð en tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni með því að hafna í öðru sæti B-deildarinnar. Guðbjörg er þriðji öflugi leikmaðurinn sem Djurgården fær til sín en það ætlar sér stóra hluti á næsta ári í úrvalsdeildinni. „Mér leið vel þegar ég var síðast hjá Djurgården þannig ég er mjög ánægð með að vera komin aftur. Djurgården ætlar að koma sér aftur á kortið og er búið að fá tvo sterka miðjumenn,“ segir Guðbjörg aá vef Djurgården. Guðbjörg fær samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá sænska félaginu en þar er fyrir Sussanne Nilsson, landsliðsmarkvörður Serbíu. „Ég hef verið í mikilli samkeppni hjá síðustu þremur félögum sem ég hef verið hjá þannig það hvetur mig bara áfram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er gengin í raðir Djurgården í Svíþjóð öðru sinni en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Guðbjörg kemur til Svíþjóðar frá norska liðinu Lilleström, en með því varð íslenski landsliðsmarkvörðurinn bæði Noregs- og bikarmeistari í ár. „Auk þess að vera frábær markvörður er Guðbjörg mikill baráttuhundur. Hún hefur öðlast mikla reynslu og verður frábær viðbót fyrir okkur í úrvalsdeildinni,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Christian Kinnunen. Guðbjörg þekkir vel til hjá Djurgården en hún spilaði með liðinu í fjögur ár frá 2009-2012 á fyrstu árum sínum í atvinnumennsku. Hún nú þegar að baki 81 leik fyrir félagið.Happy to announce my comeback to Djurgården and Damallsvenskan. Looking forward to this new challenge in my career!@DIFDam@DIF_Fotboll — Gudbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) December 21, 2015 Djurgården spilaði í næst efstu deild á síðustu leiktíð en tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni með því að hafna í öðru sæti B-deildarinnar. Guðbjörg er þriðji öflugi leikmaðurinn sem Djurgården fær til sín en það ætlar sér stóra hluti á næsta ári í úrvalsdeildinni. „Mér leið vel þegar ég var síðast hjá Djurgården þannig ég er mjög ánægð með að vera komin aftur. Djurgården ætlar að koma sér aftur á kortið og er búið að fá tvo sterka miðjumenn,“ segir Guðbjörg aá vef Djurgården. Guðbjörg fær samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá sænska félaginu en þar er fyrir Sussanne Nilsson, landsliðsmarkvörður Serbíu. „Ég hef verið í mikilli samkeppni hjá síðustu þremur félögum sem ég hef verið hjá þannig það hvetur mig bara áfram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira