Seldist upp á mánuði Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 09:37 Svo virðist sem viðskiptavinir McLaren séu sérlega kaupglaðir um jólin því þau 500 eintök sem framleidd verða af rándýrum McLaren 675LT eru nú uppseld og tók það aðeins einn mánuð. Bílarnir sem McLaren keppist nú við að framleiða verða ekki afhentir fyrr en næsta sumar, svo ekki verða þeir í jólapökkunum þessi jólin. McLaren 675LT kostar 345.000 dollara í Bandaríkjunum, eða rétt um 45 milljónir króna. Því hefur McLaren selt þessa 500 bíla fyrir 22,5 milljarða króna. McLaren 675LT er vopnaður 666 hestafla vél, 3,8 lítra V8 með tveimur forþjöppum og hún togar 700 Nm. Bíllinn er fær um að taka sprettinn í 100 á 2,9 sekúndum og hámarkshraði hans er 326 km/klst. McLaren 675LT er frekari framþróun á McLaren 650S bílnum, en er nú 100 kílóum léttari. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. McLaren 675LT er blæjubíll, kemur á 19 tommu felgum að framan og 20 tommu að aftan og tvöfalt pústkerfi hans er úr títaníum málmi. Grind framsætanna í bílnum eru úr koltrefjum en leðurklædd en athygli vekur að engin miðstöð er í bílnum, en þó má panta hana sem aukabúnað. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Svo virðist sem viðskiptavinir McLaren séu sérlega kaupglaðir um jólin því þau 500 eintök sem framleidd verða af rándýrum McLaren 675LT eru nú uppseld og tók það aðeins einn mánuð. Bílarnir sem McLaren keppist nú við að framleiða verða ekki afhentir fyrr en næsta sumar, svo ekki verða þeir í jólapökkunum þessi jólin. McLaren 675LT kostar 345.000 dollara í Bandaríkjunum, eða rétt um 45 milljónir króna. Því hefur McLaren selt þessa 500 bíla fyrir 22,5 milljarða króna. McLaren 675LT er vopnaður 666 hestafla vél, 3,8 lítra V8 með tveimur forþjöppum og hún togar 700 Nm. Bíllinn er fær um að taka sprettinn í 100 á 2,9 sekúndum og hámarkshraði hans er 326 km/klst. McLaren 675LT er frekari framþróun á McLaren 650S bílnum, en er nú 100 kílóum léttari. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. McLaren 675LT er blæjubíll, kemur á 19 tommu felgum að framan og 20 tommu að aftan og tvöfalt pústkerfi hans er úr títaníum málmi. Grind framsætanna í bílnum eru úr koltrefjum en leðurklædd en athygli vekur að engin miðstöð er í bílnum, en þó má panta hana sem aukabúnað.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent