Nýr Audi Q5 í 100 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 11:05 Audi Q5 af næstu kynslóð. Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent