Nissan dregur sig úr þolaksturskeppnum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 09:05 Nissan GT-R LM Nismo. Autoblog Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent