Volkswagen hættir notkun slagorðsins “Das Auto” Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 11:16 Merki og slagorð Volkswagen. Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent