Þriggja daga bílabann í Mílanó Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 13:29 Kona verst mengun í Mílanó. Yfirvöld í Mílanóborg á Ítalíu hafa tilkynnt um bann við akstri bíla í 3 daga samfellt, frá og með deginum í dag og fram á miðvikudag. Bannið miðast við frá kl. 10 til 16. Þetta er gert til að minnka mengun í borginni sem er komin á alvarlegt stig. Mílanó er ekki eina ítalska borgin þar sem umferð bíla er takmörkuð nú, því að í dag er bílum í Róm með skráningarnúmerum sem enda á oddtölu bannað að fara um borgina og á morgun kemur svo að bílum með slétta tölu. Íbúum í Róm er einnig bent á að stilla ekki miðstöðvar í húsum sínum hærra en að 18 gráðum, allt til að minnka mengun. Í San Vitaliano, litlum bæ í nágrenni Napólí er bannað að elda pizzur í viðarofnum nema ef notaðar eru þar til gerðar síur sem sjúga í sig mestan reykinn sem af hlýst. Þeir sem ekki hlíða þessu banni eiga yfir höfði sér um 150.000 króna sekt. Í Lucca í Toskana héraði er bannað að kveikja upp í viðarörnum, sem og að kveikja í við á útisvæðum. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Yfirvöld í Mílanóborg á Ítalíu hafa tilkynnt um bann við akstri bíla í 3 daga samfellt, frá og með deginum í dag og fram á miðvikudag. Bannið miðast við frá kl. 10 til 16. Þetta er gert til að minnka mengun í borginni sem er komin á alvarlegt stig. Mílanó er ekki eina ítalska borgin þar sem umferð bíla er takmörkuð nú, því að í dag er bílum í Róm með skráningarnúmerum sem enda á oddtölu bannað að fara um borgina og á morgun kemur svo að bílum með slétta tölu. Íbúum í Róm er einnig bent á að stilla ekki miðstöðvar í húsum sínum hærra en að 18 gráðum, allt til að minnka mengun. Í San Vitaliano, litlum bæ í nágrenni Napólí er bannað að elda pizzur í viðarofnum nema ef notaðar eru þar til gerðar síur sem sjúga í sig mestan reykinn sem af hlýst. Þeir sem ekki hlíða þessu banni eiga yfir höfði sér um 150.000 króna sekt. Í Lucca í Toskana héraði er bannað að kveikja upp í viðarörnum, sem og að kveikja í við á útisvæðum.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent