Nýir Audi Q5 og Q2 Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 09:24 Audi E-Tron Quattro tilraunabíllinn. Autoblog Ekki eru nema 10 ár síðan Audi hóf framleiðslu á sínum fyrsta jeppa/jepplingi í formi Q7 bílsins. Nú framleiðir Audi Q7, Q5 og Q3, en ætlar enn að bæta í flotann með tiltölulega smáum jepplingi, Q2. Hann á að koma á markað á nýju ári, en það gerir einnig endurnýjaður Q5 jepplingur. Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og er enn af fyrstu kynslóð, þó svo bíllinn hafi fengið andlitslyftingu árið 2012. Fréttir herma að hann muni ekki breytast mikið í útliti (sjá mynd að neðan) en margar nýjungar í bílnum munu hjálpa honum enn frekar í samkeppninni við Mercedes Benz GLC, BMW X3 og Porsche Macan. Audi Q5 mun reyndar standa á sama undirvagni og Porsche Macan, enda bæði fyrirtækin innan Volkswagen bílafjölskyldunnar. Flestir bílaframleiðendur bjóða nú eða munu brátt setja á markað litla jepplinga og Audi Q2 er gott dæmi um það að í slíkum bílum er eitt stærsta markaðstækifæri bílaframleiðenda, enda gleypa bílakaupendur við slíkum bílum þessa dagana. Hann mun keppa við bíla annarra lúxusbílaframleiðenda, svo sem Mercedes Benz GLA, BMW X1 og Mini Countryman. Audi ætlar síðan að setja sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2018 og verður hann að öllum líkindum byggður á tilraunabílnum Audi E-Tron Quattro sem var sýndur á síðustu bílasýningu í Frankfürt og sést hér á myndinni að ofan. Audi er líka að huga að framleiðslu Q6 og Q4 bílum sem báðir verða með coupe-lagi. Audi hefur þó ekki látið uppi hvenær þeir koma á markað.Ný kynslóð Audi Q5 í feluklæðum. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Ekki eru nema 10 ár síðan Audi hóf framleiðslu á sínum fyrsta jeppa/jepplingi í formi Q7 bílsins. Nú framleiðir Audi Q7, Q5 og Q3, en ætlar enn að bæta í flotann með tiltölulega smáum jepplingi, Q2. Hann á að koma á markað á nýju ári, en það gerir einnig endurnýjaður Q5 jepplingur. Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og er enn af fyrstu kynslóð, þó svo bíllinn hafi fengið andlitslyftingu árið 2012. Fréttir herma að hann muni ekki breytast mikið í útliti (sjá mynd að neðan) en margar nýjungar í bílnum munu hjálpa honum enn frekar í samkeppninni við Mercedes Benz GLC, BMW X3 og Porsche Macan. Audi Q5 mun reyndar standa á sama undirvagni og Porsche Macan, enda bæði fyrirtækin innan Volkswagen bílafjölskyldunnar. Flestir bílaframleiðendur bjóða nú eða munu brátt setja á markað litla jepplinga og Audi Q2 er gott dæmi um það að í slíkum bílum er eitt stærsta markaðstækifæri bílaframleiðenda, enda gleypa bílakaupendur við slíkum bílum þessa dagana. Hann mun keppa við bíla annarra lúxusbílaframleiðenda, svo sem Mercedes Benz GLA, BMW X1 og Mini Countryman. Audi ætlar síðan að setja sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2018 og verður hann að öllum líkindum byggður á tilraunabílnum Audi E-Tron Quattro sem var sýndur á síðustu bílasýningu í Frankfürt og sést hér á myndinni að ofan. Audi er líka að huga að framleiðslu Q6 og Q4 bílum sem báðir verða með coupe-lagi. Audi hefur þó ekki látið uppi hvenær þeir koma á markað.Ný kynslóð Audi Q5 í feluklæðum.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent